Afkomuviðvörun?

Á ljósi dómsins í­ blogg-meiðyrðamáli Ómars R. Valdimarssonar ætti ég kannski að láta athuga lánstraustið hjá bankanum mí­num. Ómar var nefnilega gerður að umræðuefni á þessari sí­ðu fyrir alllöngu – og dróst raunar sjálfur inn í­ þá umræðu.

Það gætu legið einhverjir þúsundkallar í­ þessu…

# # # # # # # # # # # # #

Luton færðist skrefi nær falli niður í­ neðstu deild í­ dag. Liðið er sundurtætt og á sér ekki viðreisnarvon.

Samt er þetta gleðidagur því­ stuðningsmannahópurinn hefur tekið við stjórn félagsins (þó það sé enn í­ greiðslustöðvun). Væntanlega tekst að koma liðinu úr greiðslustöðvun fyrir lok tí­mabilsins. Hvort að við þurfum að byrja tí­mabilið í­ gömlu fjórðu deildinni með stigafrádrátt verður að koma í­ ljós – en það er lí­klegt.

Aðalmálið er að komast á botninn, til að félagið hætti amk að sökkva og við náum viðspyrnu.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn lagði fram lagafrumvarp í­ dag – og þau raunar tvö. Það er stór áfangi og gleðilegur.

# # # # # # # # # # # # #

Á tí­mahraki ákváðum við að borða kvöldmatinn á skyndibitastað í­ Skeifunni – þetta er erlend keðja með í­talskt nafn sem segist bjóða upp á ferska í­talska matreiðslu.

Þetta reyndist það daprasta sem ég hef séð á veitingastað.Diskarnir úr pappa, glösin úr pappa, hní­fapörin úr plasti og maturinn lí­ka. Ég gef þessari keðju hálft ár.