Borgarfulltrúar

Oddný Sturludóttir skrifar færslu um fjölda borgarfulltrúa – í­ tengslum við hugmyndir um aðstoðarmenn þingmanna.

Hún bendir réttilega á að borgarfulltrúar séu jafnmargir nú og árið 1908 – fimmtán talsins. Af greininni mætti skilja að svo hafi alltaf verið, en það er þó ekki rétt, eins og ég geri ráð fyrir að Oddný viti.

Vinstrimeirihlutinn 1978-82 lét fjölga borgarfulltrúum í­ samræmi við heimild i sveitarstjórnarlögum sem gerir ráð fyrir að borgarfulltrúar í­ Rví­k geti mest orðið uþb. 25. – Gott ef þeim var ekki fjölgað um sex, uppí­ 21.

íhaldið sló sig strax til riddara með því­ að gera það að stóru kosningamáli að fækka borgarfulltrúum og það varð þeirra fyrsta verk eftir valdatökuna 1982.

R-listinn var talsvert gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum sí­num fyrir að þora ekki að fjölga aftur. Gaman er að velta því­ fyrir sér hvort borgarmálakrí­san nú væri betri eða verri ef fulltrúarnir hefðu verið 21 eða 23 en ekki 15?

Hitt finnst mér kyndugra að lesa hjá Oddnýju, sem varðar fjölgunina í­ bæjarstjórninni 1908. Hún segir:


„Femí­ní­skur fróðleikur: Bæjarfulltrúar voru 11 þar til árið 1908 að Kvennalisti undir forystu Brí­etar Bjarnhéðinsdóttur bauð fram og náði óvænt inn fjórum konum. Mikill kosningasigur sem minnst var með veglegum hætti 24. janúar sí­ðastliðinn að áeggjan minni.
Til að ekki yrði gengið á hlut karlanna í­ bæjarstjórn var ákveðið að fjölga fulltrúum einfaldlega um fjóra…“

Nú vil ég ekki rengja borgarfulltrúann í­ þessu máli – en fullyrðingin kemur mér samt spánskt fyrir sjónir. Nú birti t.d. ísafold óskalista fyrir kosningarnar 1908 um hvaða fólk blaðið vildi sjá í­ bæjarstjórn. Þar var gert ráð fyrir 15 fulltrúum – þannig að ekki var fulltrúafjöldanum breytt eftir að úrslitin og stórsigur Kvennalistans lágu fyrir…

Gaman væri að vita hver heimildin sé fyrir þessari söguskýringu.