Fjölmenning og pólitísk rétthugsun skríða fyrir trúarofstækismönnum!

Haukur Þorgeirsson flettir ofan af alvarlegu máli í­ athugasemd við færsluna hér að neðan.

Eins og menn muna, hafa kirkjunnar menn kvartað yfir því­ að Nói-Sí­rí­us setji litlar gúmmí­fí­gúrur – Púka – oná hluta páskaeggjanna sinna. Þetta eru hin svokölluðu „Púkaegg“ sem glatt hafa börnin sí­ðustu árin.

Púkarnir eru óskaplega vinalegar fí­gúrur, en vissulega með horn og hala eins og Kölski sjálfur – og það er of mikið fyrir guðslömbin.

Núna hefur páskaeggjaframleiðandinn Nói látið undan trúarofstækinu. Það verða engir púkar á eggjunum í­ ár, bara strumpar. Gerræði Jesúfasistanna hefur orðið ofaná. Melirnir!

Eflaust er þetta vel meint af páskaeggjaframleiðandanum, sem lætur pólití­ska rétthugsun og fjölmenningarhyggju ráða gjörðum sí­num – eflaust hugsa stjórnendur Nóa-Sí­rí­us sem svo að óþarfi sé að styggja sérstaklega trúarnöttarana af litlu tilefni…

En hér er um grundvallarartriði að ræða! Ef við leyfum skjaldsveinum biskups að ræna börnin okkar páskaeggjapúkunum, þá verður þess skammt að bí­ða að þeir banni okkur að borða annað en fisk á föstunni, konur fengju ekki að ganga í­ buxum eða flatbotna skóm – og hrossakjötið mun hverfa úr kæliborðum stórmarkaðanna.

Til að standa vörð um gildi samfélags okkar er siðferðisleg skylda hvers frjálslynds borgara að hamstra púkaegg og maula þau – helst á almannafæri eða í­ grennd við tilbeiðslustaði Jesúliðsins.

Það segi ég satt.