Flökkugrís

Net-Mogginn birti fyrir einni og hálfri klukkustund frétt um að bankastofnanir væru að afleggja sparigrí­si til að móðga ekki múslima. Nú þegar hafa tæplega tuttugu Moggabloggarar skrifað færslur um að þessir óðu múslimar séu búnir að gana of langt.

Fréttin er hins vegar gömul flökkusögn – sem fór ví­ða árið 2005. Hluti fréttarinnar í­ dag er meira að segja um atburði sem gerðust eða áttu að hafa gerst fyrir þremur árum.

Það er enginn hollenskur banki að afleggja sparigrí­si, svo Moggabloggarahjörðin getur varpað öndinni léttar.

En auðvitað mun net-Mogginn ekki birta leiðréttingu, því­ á Íslandi eru erlendar fréttir hugsaðar sem skemmtiefni þar sem flökkusagnir eru fullboðlegar.