Flökkugrís

Net-Mogginn birti fyrir einni og hálfri klukkustund frétt um að bankastofnanir væru að afleggja sparigrí­si til að móðga ekki múslima. Nú þegar hafa tæplega tuttugu Moggabloggarar skrifað færslur um að þessir óðu múslimar séu búnir að gana of langt.

Fréttin er hins vegar gömul flökkusögn – sem fór ví­ða árið 2005. Hluti fréttarinnar í­ dag er meira að segja um atburði sem gerðust eða áttu að hafa gerst fyrir þremur árum.

Það er enginn hollenskur banki að afleggja sparigrí­si, svo Moggabloggarahjörðin getur varpað öndinni léttar.

En auðvitað mun net-Mogginn ekki birta leiðréttingu, því­ á Íslandi eru erlendar fréttir hugsaðar sem skemmtiefni þar sem flökkusagnir eru fullboðlegar.

Join the Conversation

No comments

 1. Hins vegar er náttúrlega spurning hvort lí­fið hermi eftir flökkusögum. Ég sé ekki neitt í­ fljótu bragði um þetta á sí­ðu Fortis, en það eru reyndar ansi margir fréttamiðlar með þetta, ekki bara netmogginn. Hmmm?

 2. Sama hvort fréttin er gömul eða ekki, yfirgangur og frekja múslima er komin út í­ öfgar og eftilátssemin við þá lí­ka. Geti þeir ekki aðlagast þeim löndum sem þeir flytja til, þá á bara að sparka þeim úr landi með það sama og enn frekar þegar þeir fara að gera kröfur að fólk þeirrar þjóðar sem þeir flytja til fari að þeirra Islömsku lögum. Svona yfirgangur er engum til góðs.

 3. Hmm – það er ekki nóg að benda bara á Moggann og bókstafstrúarmennina þar því­ sjálf rí­kis Rúvið var með þessa frétt kl. 07:00 í­ morgun – ekki fyrstu frétt en mjög framarlega í­ bunkanum var hún. Og ekki lýgur rí­kið – er það?

 4. Sama hvort fréttin er gömul eða ekki? Og kannski lí­ka sama hvort hún er sönn eða ekki? Hérna rétt fyrir ofan er hlekkur á vef þessa banka og þar má strax á forsí­ðu sjá eitt stykki sví­n.

  Með því­ að tvinna saman nokkrar gamlar og nýjar, missannar ákvarðanir er undinn þráður sem gefur þá í­mynd að sjarí­a-lög séu um það bil að taka gildi í­ Evrópu.

  Á álí­ka æsifréttastí­l mætti benda á að það eru engir púkar á páskaeggjunum frá Nóa í­ ár. Ætli þetta sé „öfgakennd eftirlátssemi“ við „yfirgang og frekju“ kristinna manna?

 5. Ef satt er, þá er það bankinn sem er að reyna að fá viðskipti með því­ að höfða betur til ákveðinna hópa.

  Lí­kja mætti þessu við veitingastað í­ Kí­na sem tæki hunda af matseðlinum til þess að fá fleiri nýbúa og túrista í­ mat.

  Það á að vorkenna þessum Kela, klappa honum á kollinn.

 6. Sáuð þið 60 mí­n í­ morgun? Mér fanst þetta frekar skondið þar sem að það var viðtal við forseta í­rans og alltaf þegar að fréttamaðurinn spurði hvort fyrirhugað væri að gera kjarnorku sprengju kom þetta voðalega glott á hann og hann svaraði aldrey spurningunni beint. Svo kom punkturinn yfir i-ið þegar að hann sagði orðrétt „Im a muslim I dont lie“ og sama glott alltaf á honum, ss maður á að búast við að þeir fari að sprengja allt og alla upp í­ loftið ?

 7. Uhh… hvaða nöttari heldur þessari sí­ðu úti: „While the Crusades were certainly bloody, they are more accurately understood as a belated Western response to centuries of jihad than as an unprovoked, unilateral attack“

  – Hversu firrtir og illa að sér geta menn eiginlega verið?

 8. Undarlegur andskoti hvað í­slenskir fjölmiðlar eru gjarnir á að lepja upp „fréttir“ úr Jótlandspóstinum, einu helst málsvara þeirra flokka sem eru lengst til hægri í­ danskri pólití­k.

  Mér fyndist þessi samsuða um sparigrí­sinn og tengingin í­ múslimahræðslu út frá þessari mjög praktí­sku ákvörðun bankans hlægileg, ef það væru ekki svona sorglega margir landar mí­nir svo sem gleypa við henni hrárri.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *