Seyðisfjarðarbjórinn El Grillo bragðast bara ágætlega. Ekkert dúndur, en betri en nánast allt það sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðir.
Tengdapabbi, sem kaupir gjarnan Kalda – einkum ef hann á von á mér í heimsókn – myndi kunna vel að meta þennan bjór. Og ekki spillir Austfjarðatengingin.
Spurning hvort Nobbararnir séu hættir að drekka Prins Christian og komnir yfir í þetta í staðinn?