Gallinn við pólsku verkamennina

Hér á Minjasafninu er fjöldinn allur af pólskum smiðum og verkamönnum að störfum. Rétt sem stendur eru þeir að koma fyrir loftklæðningu.

Þetta eru hörkunaglar og hinir vinalegustu – þótt þeir tali litla ensku og ég litla þýsku.

En þeir hafa einn galla og hann ekki lí­tinn…

…þeir láta útvarpið drynja meðan þeir eru að vinna…

…sem væri allt í­ lagi…

…ef það væri ekki alltaf stillt á Létt-Bylgjuna!