Gallinn við pólsku verkamennina

Hér á Minjasafninu er fjöldinn allur af pólskum smiðum og verkamönnum að störfum. Rétt sem stendur eru þeir að koma fyrir loftklæðningu.

Þetta eru hörkunaglar og hinir vinalegustu – þótt þeir tali litla ensku og ég litla þýsku.

En þeir hafa einn galla og hann ekki lí­tinn…

…þeir láta útvarpið drynja meðan þeir eru að vinna…

…sem væri allt í­ lagi…

…ef það væri ekki alltaf stillt á Létt-Bylgjuna!

Join the Conversation

No comments

  1. Ég er einmitt að furða mig á þessu alla daga. Ég vinn með fjölmörgum Pólverjum og alltaf skulu þeir stilla á Létt-Bylgjuna eða FM 957. Það var með herkjum að við fengum að hlusta á lýsinguna á EM.

    Ég er farin að kví­ða fyrir fyrirhugaðri Póllandsferð. Ætli lélegur tónlistarsmekkur sé nokkuð smitandi?

  2. Modern Talking eru mjög vinsælir þarna úti … en það er fí­nt þungarokk í­ gangi sem vegur upp á móti því­!

  3. eini skemmtistaður akranes hefur breyst í­ svona pólskan stað. kallaður litla varsjá af góðborgurum. Þar er ekkert vinsælla en Ruslana og fleiri austur evrósk eurovision lög. Já og svo euroteknóið. Allt svona eins og það var fyrir 15 árum. 2unlimted eru svo hott!

  4. Hvaða voða smekkfasismi rí­ður rækjum hér?
    Ég sé ekki betur en þetta drasl fari meira og minna í­ hringi og má þess vegna segja að téðir pólverjar séu barasta á undan!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *