Tímaritavefur Landsbókasafnsins er frábær – eins og margoft hefur verið áréttað á þessari síðu.
Á vikunni náðist þar sá merki áfangi að búið er að setja Þjóðviljann í heild sinni inn á vefinn. Það eru gleðileg tíðindi.
Nú eru Mogginn og Þjóðviljinn aðgengilegir þarna, sem og Dagur frá Akureyri – allt þar til blaðið rann saman við Tímann 1996.
DV er komið frá 1981 til 1995 og mun innan tíðar ná allt til 2004.
Það vantar þó eitt og annað. Þarna þurfum við að fá:
* Tímann
* Alþýðublaðið
* Vísi
* Dagblaðið
* Mánudagsblaðið
* Helgarpóstinn
– Er ég að gleyma einhverju? Jú, Frjálsri þjóð… Eintaki… Pressunni… Fleiri uppástungur?
Og auðvitað ætti Tímaritavefurinn hafa birta áætlun þar sem fram kæmi hver séu næstu verkefni. Hvar er Tíminn t.d. í röðinni? Hvort verður tekið fyrst – Vísir eða Alþýðublaðið?
En í millitíðinni látum við okkur nægja Þjóðviljann…