Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu sinni verður samkoman í umsjón Menningar- og friðarsamtakanna MFíK.Kokkur kvöldsins er Veróníka S.K. Palaniandy (Rúbý) frá Singapúr.
Matseðillinn verður mátulega framandi til að falla öllum í geð:
* Kjötbollur (nautakjöt) með ferskum grænum piparkornum, basilíku og myntu.
* Gular baunir í kókos með ýmsu grænmeti (þessi réttur hentar grænmetisætum).
* Blandað grænmetissalat með ólífuolíusósu.
* Réttirnir eru borðaðir með brauði.
* Frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt og boðið upp á kaffi og te með súkkulaðisírópi og blóðappelsínusírópi.
Andlega næringu munu skáldkonurnar Guðrún Hannesdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir sjá um.
Fjölmennum og tökum með okkur gesti.
Borðhald hefst kl. 19 en húsið opnar 1/2 tíma áður.
Maturinn kostar 1.500 kr.