Hvenær verða Evrópuríki í raun og veru sjálfstæð? Er það þegar nógu margir utanríkisráðherrar hafa samþykkt sjálfstæðisyfirlýsingar þeirra? Varla – ég held að eðlilegri skilgreining sé að miða við daginn sem þau senda inn eigið landslið í forkeppni EM eða HM í fótbolta. Samkvæmt því verður Kosovo væntanlega fyrst „alvöru“ land þegar forkeppnin fyrir EM …
Monthly Archives: febrúar 2008
Loðna
Ég hef aldrei étið loðnu. Samt skilst mér að hún geti verið bragðgóð og sé jafnvel étin eins og snakk hjá sumum Austur-Evrópubúum. Þegar ég var pjakkur hafði ég mikinn áhuga á myntum – og þá sérstaklega myntsögu Íslands. Ég spekúleraði mikið í samhenginu í íslensku myntinni og reyndi að lesa út úr henni goggunarröð. …
Gleðilegur sigur Tottenham
Tottenham vann deildarbikarinn um helgina. Við, stuðningsmenn lítilla liða í Englandi, hljótum að fagna þessum fréttum. Þær eru mjög uppörvandi fyrir okkur hin!
Tesla
Hér er lítið bloggað um þessar mundir. Hef haft öðrum hnöppum að hneppa. En fyrir þá sem vilja fá meira að heyra bendi ég á Rás eitt á öðrum tímanum á morgun, mánudag. Þar verður rætt um Nikola Tesla, þá skrítnu skrúfu og ofvita.
2.vísbending
Persónan sem um er spurt er úr dýraríkinu. Félagi hennar er hins vegar maður. Upphaf samskipta þeirra má rekja til máls sem varð afar umdeilt í þjóðfélaginu.
Hver er persónan?
Spurt er um teiknimyndapersónu. Fyrsta vísbending: Teiknimyndapersónan birtist undantekningarlaust í samhengi við aðra persónu og stóð „samstarf“ þeirra í um tvo áratugi. Að lokum var persónunni sem um er spurt skipt út fyrir son hinnar persónunnar. Þó er ekki útilokað að hún muni snúa aftur. Hver er þetta?
Flottur fundur
Vinkvennatríóið í miðnefnd SHA: Erla, Steinunn Rögnvalds og Þórhildur Halla stóðu fyrir flottu nýliða- og ungliðakvöldi. Um 40 manns mættu á þétta dagskrá í Friðarhúsi, sem stóð frá átta til ellefu. Það skemmtilegasta við kvöldið var sú staðreynd að við erum alltaf að sjá ný og ný andlit á þessum samkomum. Endurnýjunin í samtökunum er …
Allir góðir menn… (og það allt)
Ekki missa af þessu…
Kvennó og Fbl.
Fréttablaðið var með frétt um „stóra Gettu betur-málið“ í morgun, þar sem meðal annars var rætt við mig. Ég er smeykur um að mér hafi tekist að móðga Kvennskælinga – en það var svo sannarlega ekki ætlunin. Af fréttinni mætti ætla að ég telji Kvennskælinga vera vælukjóa, sem setji sig í fórnarlambsstellingar af minnsta tilefni. …
Fróðleg auglýsingaherferð
Jahá, alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Fyrir auglýsingaherferð Byrs hélt ég að lag Olgu Guðrúnar héti: „Enginga meninga“ – sem rímar líka svona assgoti vel við „peninga“. Eniga meniga hvað?