Maraþon-svarhalinn við síðustu Gettu betur-færslu er kominn upp yfir 40 athugasemdir. Nördunum hefur greinilega verið sleppt lausum. Umræðurnar eru raunar komnar út í tóma vitleysu, vegna mistaka sem augljóslega eru fljótfærnisleg innsláttarvilla. Þannig gerist bara. En Steinþór Helgi, gamla Borgarholtsskólastjarnan, vill draga mig meira inn í umræðuna og spyr: „Af hverju tjáir helsti sagnfræðingur þjóðarinnar …
Monthly Archives: febrúar 2008
Kvöldverkin
Á kvöld ætlaði ég að skrifa um Íslandsmeistaratitla Fram í kvennahandknattleik í byrjun sjötta áratugarins. Það varð ekkert úr því. Þess í stað las ég í gegnum þingfrumvörp fyrir konuna mína og SHA. Það var ekki síður mikilvæg iðja. En mikið helv. er lagaþref lýjandi. # # # # # # # # # # …
Stuðningsyfirlýsingar
Fótbolti og pólitík eiga meira sameiginlegt en flesta grunar – og það sem meira er, fótboltinn er yfirleitt aðeins á undan pólitíkinni að taka upp nýjungar. Hér í gamla daga voru þjálfarar fótboltaliða reknir ef þeir þóttu ekki ná nægilega góðum árangri. Knattspyrnuþjálfarar göntuðust meira að segja með það að enginn væri maður með mönnum …
Jótland/Fjónn
Jæja, þá er fjölskyldan á Mánagötu búin að festa sér flugmiða með Iceland Express til Danmerkur seinni hluta júnímánaðar. Við fljúgum á Billund, gagngert til að sleppa Kaupmannahöfn. Tökum tvær vikur á Jótlandi og Fjóni, þar sem vinir og vandamenn verða heimsóttir. Og ekki spillir fyrir að Elmuseet er á Jótlandi – en það mun …
Mykjunes
Fórum seinnipartinn á kaffistofuna á Kjarvalsstöðum til að leiða saman vinkonurnar Ólínu og Freyju. Rétt rak augun inn á sýningu færeyska málarans sem kenndi sig við Mykjunes. Þetta er flott sýning sem vert er að skoða betur síðar. Við Steinunn heimsóttum Mykjunes í Færeyjaferðinni miklu. Það er mikið ævintýri að fara út í eynna, en …
Hvar var´ann 1995?
Ó, af hverju gat Páll ísgeir ekki verið dómari í GB 1995? Spurningarnar hans hefðu svoleiðis smellpassað fyrir mig, Gvend og Bigga. Keppnin við Versló hefði aldrei náð að verða spennandi. (Ekki það að Ólafur Bjarni hafi hentað okkur neitt illa.) Fínt hjá Páli að vera ekkert að pína sig í að spyrja út í …
Tjörnin í 102-Reykjavík
Verðlaunatillagan um byggð í Vatnsmýrinni er ekki ósnotur, amk. á pappírnum. Ekki átta ég mig þó á því hvernig þessi heljarstóra tjörn í nýja hverfinu er hugsuð ef búið verður að ræsa fram allt mýrlendið. Nú er ég ekki líffræðingur – en ef svona tjörn á ekki bara að vera lífvana pollur hlýtur að þurfa …
Launaviðtal?
Markús Örn Antonsson hættir störfum sem sendiherra til að gerast stjórnandi Þjóðmenningarhússins. Þetta eru afar merkilegar upplýsingar fyrir mig sem forstöðumann minjasafns. Ég þarf greinilega að panta launaviðtal hjá Guðjóni yfirmanni – það er augljóst að ég er talsvert undir markaðslaunum…
Lögreglan og hryðjuverkamennirnir
Pistill Kolbeins um hryðjuverk, sem vísað var á í færslunni hér að neðan, er góður. Hryðjuverk eru stórkostlega ofmetin ógn – einkum meðal íbúa Vesturlanda, sem hafa fremur ástæðu til að óttast hnetuofnæmi en sprengjuárásir vondra manna. En ótti þessi er að mörgu leyti skiljanlegur ef hafður er í huga allur sá áróður sem á …
Ef þú lest bara eitt blogg í dag…
…mætti ég þá mæla með því að það verði þessi færsla e. Kolla Proppé.