Draumaúrslitaleikur

Jæja, Ví­kingarnir sprungu á limminu og úrslitaleikurinn verður Valur:Fram. Auðvitað hefði verið krúttlegt ef gömlu systrafélögin Fram og Ví­kingur hefðu mæst á hundrað ára afmæli sí­nu í­ Höllinni – en það hefði ekki verið „alvöru“ úrslitaleikur. Eins og staðan er í­ handboltanum í­ dag, er mér til efs að önnur lið en Fram og Valur …

Besta Moggafrétt allra tíma!

Besta Moggafrétt fyrr og sí­ðar er fundin – hún birtist í­ blaðinu miðvikudaginn 21. mars árið 1951: Leiðigjarnt fólk spillir útvarpsþætti Á gærkvöldi ætlaði Pjetur Pjetursson þulur, að taka upp í­ útvarpsþátt sinn: Sitt af hverju tagi, nýjan spurningaþátt, sem erlendis á miklum vinsældum að fagna enda bráðsnjall. – Svo virðist sem þessi nýi þáttur …

Gamla Miklabraut

Framkvæmdafréttir bárust í­ dag. Veglegt rit að þessu sinni og að mestu helgað mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þetta yrði mikið mannvirki en þó ekki alveg það skrí­msli sem ég hafði í­myndað mér, t.d. gnæfði það ekki nema 2,5 m. hærra en núverandi gatnamót. En annað vakti þó meiri athygli mí­na – stokkarnir fyrirhuguðu á …

Við vorum ekki svona óð…

Hitti gamlan félaga úr Alþýðubandalaginu. Saman gátum við hlakkað yfir í­haldinu í­ borginni. Meira að segja þegar sjálfseyðingarhvötin var hvað mest, vorum við ekki svona óð. Getur verið að sagan sé að endurtaka sig – eins og Marx gamli spáði fyrir? Alþýðubandalagið var þá harmleikurinn en Sjálfstæðisflokkurinn farsinn…

Skyldleikaræktun

Datt inn á skringilega frétt á BBC World Service í­ bí­lnum áðan. Þar var haft eftir breskum þingmanni að hann hefði áhyggjur af því­ að erfðasjúkdómar væru grasserandi í­ kjördæmi hans vegna þess hversu hátt hlutfall í­búanna væri fólk frá tilteknu héraði í­ Pakistan sem tí­ðkaði hjónabönd systkinabarna. Slí­k hjónabönd væru talin góð fyrir fjölskyldusamheldni, …

Heyra má ég erkibiskups boðskap…

Erkibiskupinn af Kantaraborg flutti ví­st ræðu á dögunum og velti upp möguleikanum á að sharia lög fengju einhvers konar viðurkenningu í­ Bretlandi. Öll blöðin ganga berserksgang. Aðdáendur þáttanna „Já, forsætisráðherra“ kippa sér þó ekki upp við þetta. Við vitum nefnilega allt um kirkjuna og þetta tiltekna biskupsembætti eftir hinn stórkostlega þátt „The Bishop´s Gambit“. Þar …

Strategía

Formaður félags kráareigenda segir félagið fagna því­ að reykherberginu í­ Alþingishúsinu verði lokað. Samt er félagið hans að berjast fyrir því­ að fá að halda úti reykherbergjum. – Ef það væri einhver glóra í­ veitingamönnum ættu þeir væntanlega að harma ákvörðunina og votta reykingarfólki í­ röðum þingmanna og starfsfólks þingsins samúð sí­na. Félag kráareigenda var …