Það er ekki hægt að gefa rétt fyrir svarið „Camel í Kaliforníu“ þegar verið er að spyrja um bæinn Carmel. Þetta eina „R“ er veigameira en svo…
Monthly Archives: febrúar 2008
Gunni og Felix
Síðdegis fór ég í Útvarpshúsið og keypti spólu með upptökum af Stundinni okkar í umsjón Gunna og Felix. Ólína elskar Gunna og Felix. Spólan með sveitasælu – afmælisveislu Gunna – hefur rúllað ótal sinnum í gegnum tækið á Mánagötunni. Börn geta horft út í hið óendanlega á sama efnið – svo allir foreldrar vita hversu …
Handboltaþögnin
Ég held að knattspyrnuáhugamenn geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu mikið þeir eiga Víði Sigurðssyni að þakka. Bókaflokkur hans um íslenska knattspyrnu er einstök heimildaútgáfa og þrekvirki í ekki stærra samfélagi. Íslenskur fótbolti er frábærlega vel dekkaður sagnfræðilega og það er ekki hvað síst Víði að þakka. En það hversu vel knattspyrnumenn eru …
Hin nýja Ada Mills?
írið 1980 varð Ada Mills frá Arkansas að neðanmálsgrein í sögu bandarískra stjórnmála – sem dýrasti kjörmaður allra tíma. Hún var eini kjörmaðurinn sem John Connally hlaut í baráttunni um útnefningu Repúblikana. Framboð þessa fyrrum ríkisstjóra í Texas (og sessunauts Kennedys í bílferðinni örlagaríku í Dallas) hafði þó alls ekki verið talið vonlaust í fyrstu. …
Rottumaðurinn
Sérviskulegur Bakþanki nýjasta pistlahöfundarins í Fréttablaðinu um „Rottumanninn“ í Ráðhúsinu – hefur kallað á karp á bloggsíðum. Ég ætla ekki að blanda mér í það. Þetta orð „Rottumaðurinn“ skapar hins vegar sterk hugrenningartengsl við bók sem ég las sem strákpatti og hafði talsverð áhrif á mig. Bókin var „Frans rotta“ eftir Hollendinginn Piet Bakker. Ciske …
Áfangi
Á kvöld kláraði ég stóran áfanga í Fram-bókinni sem ég er að vinna að. Ég hefði gjarnan viljað vera kominn á þennan stað fyrir einum og hálfum mánuði, en ekki verður á allt kosið. Til að klára næsta stóra áfanga fyrir mánaðarmót sýnist mér ég þurfa að taka velflestar lausar kvöldstundir í febrúar í skriftir …
NFL
Bandarískur ruðningur var fyrst sýndur hér heima í árdaga Stöðvar 2 – eftir því sem ég veit best. Davíð æskuvinur minn var með Stöð 2 og ég fór stundum heim til hans að horfa á Alf. Hann reyndi að setja sig inn í ruðninginn og valdi sér uppáhaldslið. Á þessum árum hafði maður uppáhaldslið í …
Le Verrier
Fyrir viku síðan var ég í spjalli í þættinum Vítt og breitt á Rás 1, þar sem umræðuefnið var franski stærðfræðingurinn/stjörnufræðingurinn Le Verrier. Hann er vitaskuld þekktastur fyrir að hafa fundið reikistjörnuna Neptúnus með stærðfræðiútreikningum einum saman. Ég lagði þó meiri áherslu á annað á ferli hans – nefnilega leitina að „týndu plánetunni“ Vúlkan. Le …
Brák
Þegar Jón Viðar, leikhúsgagnrýnandi DV, hóf sýninguna Brák til skýjanna í nýlegum leikdómi – hélt ég að hann væri öðrum þræði að reyna að sýna fram á að fýlubombur hans í Borgarleikhússins væru ekki til marks um almennt fúllyndi gagnrýnandans og að hann gæti VíST verið jákvæður. Eftir að hafa sjálfur séð sýningu Brynhildar Guðjónsdóttur …
Hart í ári hjá smáfuglunum
Á dagskrá Alþingis á morgun eru tvær tillögur frá Merði írnasyni. Önnur gengur út á að ræður íslenskra ráðamanna erlendis verði líka gefnar út á íslensku. Hún er augljóslega atvinnuskapandi fyrir íslenskufræðinga. Hin gengur út á að sameina Reykjavíkurkjördæmin – en skipting þeirra kostaði einmitt Mörð þingsætið. Hún er því augljóslega atvinnuskapandi fyrir þennan tiltekna …