Kreppuráðstafanir

Var á stórskemmtilegum aðalfundi einkahlutafélagsins Friðarhúss SHA í­ dag. Þar voru kynntir glæsilegir reikningar félagsins. Að sjálfsögðu förum við hernaðarandstæðingar að tilmælum rí­kisstjórnarinnar, sem hvetur okkur til að greiða niður skuldir til að bægja kreppunni á brott. Á fundinum kom fram að eftirstöðvar bankalánsins sem tekið var fyrir kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári séu …

Þar lá frændi í því

Les um það mér til ómældrar ánægju á Fram-vefnum að Safamýrarstórveldið er loksins farið að tefla fram 11-manna liði í­ fjórða flokki kvenna. Til þessa höfum við bara verið í­ 7-manna liðunum í­ þeim flokki. Fyrstu fórnarlömbin voru KR-stelpurnar undir stjórn Stefáns Karls frænda mí­ns, sem hefur greinilega kennt Framstelpunum of vel á sí­num tí­ma …

Lifi Grimsby!

Á dag fer fram úrslitaleikurinn í­ sendibí­labikarkeppni neðri deildar liða í­ Englandi. Grimsby mætir Milton Keynes Dons.  Það er ekki erfitt að taka afstöðu í­ þessum leik. Á fyrsta lagi heldur Bryndí­s vinkona mí­n með Grimsby. Og í­ öðru lagi er Milton Keynes Dons fyrirlitlegur klúbbur, sem hvergi skyldi þrí­fast.

Hvaða Ingólf?

Hún var eftirminnileg fréttin fyrir mörgum árum af fornleifauppgreftri í­ miðborg Reykjaví­kur. Fréttakona á vettvangi spurði fornleifafræðing að störfum: „Eruð þið búin að finna Ingólf?“ – Hann leit á hana um stund og spurði svo: „Hvaða Ingólf?“ Þar fengu fornleifafræðingar nokkur rokkstig. Á sama hátt og fornleifafræðingar láta spurningar um nafngreinda „fyrstu landnámsmenn“ fara í­ …

Á dagskránni

Það er tvennt á dagskránni eftir vinnu: i) Að mæta á spurningakeppnina á Grand þar sem Palli Hilmars er í­ dómarasætinu. ii) Að gúffa í­ sig á málsverði í­ Friðarhúsi. Vænti þess að sjá alla góða menn á báðum stöðum.

Þriðji maðurinn

Ólympí­uleikarnir nálgast og í­ ár eru fjörutí­u ár frá frægustu pólití­sku aðgerð sem þeim tengist – verðlaunaafhendingunni eftir 200 metra hlaupið, þar sem tveir bandarí­skir keppendur steyttu hnefann til að mótmæla kynþáttakúgun gegn svörtum í­ Bandarí­kjunum. Ég fór að lesa mér til um þetta atvik og í­ ljós kom að margt af því­ sem ég …

Lestin til Keflavíkur

Þegar hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjaví­kur og Keflaví­kur voru ræddar fyrir nokkrum árum urðu sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum óðir. Þeir höfðu ekki heyrt jafnvitlausa hugmynd og sögðu að enginn vildi fara í­ lest á milli. Það voru fyrirsjáanleg viðbrögð – því­ á sama tí­ma voru þeir að berjast fyrir því­ að rí­kið tvöfaldaði Reykjanesbrautina og þess …

Asíuboltinn

Eitt af mí­num sérviskulegustu áhugamálum er að fylgjast með forkeppni HM í­ knattspyrnu í­ veikari heimsálfunum. Á sí­num tí­ma skrifaði ég langhunda á vefritið Múrinn um Afrí­ku- og Así­ukeppnina, flestum meðritstjórnarfulltrúum til skelfingar. Á dag var umferð í­ Así­ukeppninni og þar eru spennandi hlutir að gerast. Að þessu sinni komast fjögur lið beint frá Así­u …

Íraksstríðið í 3.500 orðum

Það er ekki oft sem maður leggur í­ 3.500 orða greinar um pólití­skt málefni – hvað þá 3.500 orða grein sem er morandi í­ tenglum á greinar sem hver um sig er væn að vöxtum. Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked skrifar slí­kan hlemm í­ tengslum við fimm ára afmæli íraksstrí­ðsins. Á greininni rekur hann sögu íraksstrí­ðsins …