Abkasía

Á föstudaginn var fór stjórn aðskilnaðarsinnaÂ í­ Abkasí­u fram á að þjóðir heimsins viðurkenndu sjálfstæði landsins og aðskilnað frá Georgí­u. Á raun hefur héraðið verið sjálfstætt um allnokkurt skeið – í­ það minnsta eru völd Georgí­u-stjórnar bara af nafninu til, ef frá eru talin nokkur fjallahéruð sem stjórnin í­ Tbilisi ræður yfir.

Borgarastyrjöldin í­ Abkasí­u er eitt af subbulegu, gleymdu strí­ðunum sem átt hafa sér stað í­ fyrrum lýðveldum Sovétrí­kjanna á sí­ðustu árum.

Rökin fyrir (og gegn) sjálfstæði Abkasa eru nákvæmlega þau sömu og með og á móti sjálfstæði Kosovo – enda engin tilviljun að Abkasí­a sækir núna svo stí­ft að fá alþjóðlega viðurkenningu á sjálfstæði sí­nu. Skyldi utanrí­kisráðuneytið hér heima hafa myndað sér skoðun á málinu?

Join the Conversation

No comments

  1. Vona að fleiri góðir þjóðflokkar fylgi í­ kjölfarið: Lappland, Wales, Baskaland og hinar ýmsu indí­ánaþjóðir. Tí­bet á þó mestu samúð mí­na.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *