Georgium sidus

Á dag er merkisdagur fyrir stjörnufræðiáhugamenn. Það var á þessum degi árið 1781 sem William Herschel uppgötvaði með stjörnusjónaukanum sí­num nokkuð sem hann taldi í­ fyrstu að væri fjarlæg halastjarna, en sá sí­ðar að hlyti að vera ný reikistjarna.

Pláneta Georgs (hins þriðja – konungs Breta) var tillaga Herchsels að nafni þessarar nýju plánetu. Meginlandsbúar vildu hins vegar ekki púkka upp á enskan kóng og vildu halda sig við goðafræðinöfnin. Úranus var því­ nafnið sem festist í­ sessi.

Eitthvað segir mér að þessi kvikmynd dragi ekki upp raunsanna mynd af lí­finu á Úranusi.

# # # # # # # # # # # # #

Og já – meðan ég man.

Allir góðir menn mæta á Ingólfstorg kl. 13 á laugardaginn á alþjóðlegan aðgerðadag gegn strí­ðinu í­ írak. Allt um það hér.

Join the Conversation

No comments

  1. Það var þó huggun harmi gegn fyrir Tjallann að tunglin 27 (sem vitað er um) sem sveima um Úranus heita eftir ensku listaskáldunum Shakespeare og Pope.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *