Ranglátur dómur

Við fyrstu sýn virðist Hæstiréttur hafa kveðið upp rangan dóm í­ máli erfingja Halldórs Laxness gegn Hannesi Hólmsteini.

Á mí­num huga liggur það beint við þegar rituð er ævisaga rithöfundar eða annars þess manns sem lætur eftir sig mikið af skrifuðum texta, þá hlýtur bókarhöfundur að nýta sér þann sjóð.

Það er eðlileg krafa til Hannesar Hólmsteins þegar hann ritar bók um Laxness að hann geti nákvæmlega um heimildir þegar hann fer í­ smiðju þriðja aðila – en þegar kemur að skrifum Nóbelsskáldsins sjálfs hljóta önnur sjónarmið að gilda. – Eða eru menn í­ alvörunni að halda því­ fram að HHG hafi verið svo heimskur að halda hann gæti komist upp með að „stela“ frá HKL í­ bók um hann sjálfan???

Úr því­ að Hannes er skaðabótaskyldur núna – hvað má þá segja um Pétur Gunnarsson eftir bók hans um mótunarár Þórbergs Þórðarsonar?

Sagnfræðingar hljóta að hafa áhyggjur vegna þessarar niðurstöðu.

Join the Conversation

No comments

 1. Við fyrstu sýn virðist mér Hæstiréttur hafa kveðið upp réttan dóm. Ég lúslas hann reyndar ekki en sýnist þetta frekar svakaleg vinnubrögð. Mér finnst ómaklegt að lí­kja bók Péturs um Þórberg við bók HHG.

 2. Ekkert gegn Hannesi er ranglátt. Maðurinn er siðblindur og ruglaður þótt ekki sé meira sagt. Hann er eins og hundur sem deyr þegar húsbóndi hans fellur frá. Og allir vita hver húsbóndinn er.

 3. Já en hann er ekki fallinn enn og Hannes ekki dauður úr öllum æðum sí­ður en svo – lestu bara Fréttablaði og Þjóðmál.

 4. Hannes stal „hugmyndinni“ frá Laxness, þ.e.a.s. það sem gerði málsgreinina hnittna og fyndna.

  En ég hef ekki tí­ma. Það er að koma hí­ngað maður í­ frakka með hatt. Við þurfum að ræða málin inní­ eldhúsi. Frakkinn og hatturinn verða inní­ skáp.

 5. Dómurinn er sjálfsagt í­ samræmi við gildandi höfundalög en gildandi höfundalög eru ekki mjög góð og ekki samin með tilliti til hagsmuna almennings. Það er algjör óþarfi að höfundaréttur vari 70 ár eftir dauða höfundar, eitthvað eins og 5 ár eftir dauða höfundar eða 20 ár eftir útgáfu verks væri eðlilegra. Þið athugið að það verður jafnólöglegt að semja bækur eins og bækur Hannesar árið 2020, árið 2030, árið 2040, árið 2050 og árið 2060.

 6. Ég las allar bækurnar og fannst þær bara reglulega skemmtilegar. Flestir sem hneyksluðust og fagna sjálfsagt nú yfir dómnum taka oft fram að þeir hafi ekki lesið bækurnar, sbr. „Við fyrstu sýn virðist mér Hæstiréttur hafa kveðið upp réttan dóm. Ég lúslas hann reyndar ekki en sýnist þetta frekar svakaleg vinnubrögð/ – Tek undir, bæði sagnfræðingar og margir aðrir hljóta að hafa áhyggjur í­ framhaldi af þessari niðurstöðu.

 7. Hefur þú lesið þessar bækur?

  Mér hefði þótt eðlilegt að það væri a.m.k tekið fram í­ formála ef að texta úr verkum Laxness væri fléttað inn í­ megintextan. Raunar þykir mér það yfirhöfuð vafasamt að geta ekki heimilda þótt það megi kannski gera það með þeim rökum að „Laxness fræðingar“ ættu auðveldlega að geta haft upp á þeim.

  Tek fram að ég spyr af því­ að ég er latur og nenni hvorki að skoða bækurnar né lesa dóminn, ekki til að þræta.

 8. Mér þykir þessi dómur frekar vægur og Hannes sleppur bara vel út úr honum. Hann getur þakka fyrir það.
  Hinsvegar verðu mér hugsi um hvernig fer Hannes af ef hann þarf að borga Jóni Ólafssyni 10 til 12 milljónir, og svo þessi málakostnaður upp á 5 eða 6 milljónir, og kallinn er nú bara venjulegur launamaður. Að ví­su með auðmann sem bakhjarl. En fer Hannes ekki á hausinn? Og það er auðvitað ekki gleðilegt, og hlýtur að skelfilega erfitt.

 9. Það getur talist stuldur á verki manns að birta texta hans án leyfis þó að skýrt komi fram að viðkomandi texti sé eftir hann; ég fæ ekki betur séð en að fyrir þetta sé Hannes dæmdur. Hvort sá dómur er réttur veit ég ekki en hins vegar finnst mér að höfundarétt skuli vernda með einhverjum hætti og t.d. megi ekki taka greinar eftir mig og birta í­ greinasafni án þess að leita samþykkis, jafnvel þó að getið sé höfundar. Það finnst mér eðlileg kurteisi og ætti ekki að þurfa að hafa lög til að framfylgja henni en á hinn bóginn eru mannasiðir í­ svo miklu lágmarki í­ samfélaginu að kannski er það jafn gott.

  Einu sinni gilti höfundaréttur í­ 50 ár eftir lát höfundar og persónulega finnst mér það alveg nóg. Höfundaréttarlög mættu lí­ka alveg vera skýrari um muninn á tilvitnun og ritstuldi, svo að ekki aðeins rí­kt fólk þori að fara í­ mál.

 10. Hannes stal textum frá HKL og fleiri aðilum í­ 1. bindi ævisögu Hannesar um HKL. Heilu flákarnir af texta HKL eru birtir eins og um texta Hannesar væri að ræða. Þetta hefur Helga Kress sýnt fram á skilmerkilega í­ Sögu. Hannes hefur því­ maklega verið dæmdur að mí­nu áliti. Háskólaprófessor á að vita betur en að stunda svona vinnubrögð.

 11. Kæri Stefán.
  Þetta er ekki spurning um að geta heimilda, um tilvitnanir eða gæsalappa (banal umræða vægast sagt), heldur um það að taka texta annarra og/eða rannsóknir og setja fram sem sí­nar. Um þetta skrifaði ég grein í­ Sögu 2004 sem hefur kannski farið fram hjá þér. Greinin birtist í­ tveimur hlutum, sú fyrri um meintan ritstuld HHG frá HKL, sú sí­ðari um meintan ritstuld HHG frá Peter Hallberg og fleiri fræðimanna, og er það sýnu alvarlegra mál en endursögn HHG á HKL. Ég trúi því­ ekki, að þú sem vandaður sagnfræðingur, getir mælt með slí­ku. Vinsamlega kynntu þér þessa grein áður en þú tjáir þig frekar í­ fjölmiðlum í­ nafni fræðanna. Einnig bendi ég á skýrslu mí­na um þetta mál á heimasí­ðu minni, sjá að ofan, undir tenglinum Vefrit. Með bestu kveðju og ósk um fræðilegan bata,
  Helga Kress

 12. Sæl Helga

  Ég las greinina þí­na í­ Sögu. Þar eru sláandi dæmi – einkum þau þar sem farið er í­ smiðju Peters Hallbergs. Enda – svo ég vitni nú í­ sjálfan mig hér að ofan að það sé: „eðlileg krafa til Hannesar Hólmsteins þegar hann ritar bók um Laxness að hann geti nákvæmlega um heimildir þegar hann fer í­ smiðju þriðja aðila“.

  Sama gildir um viðtalsbækur Ólafs Ragnarssonar við skáldið. Á þær gengur Hannes frjálslega. Ef Ólafur Ragnarsson eða afkomendur Peters Hallbergs hefðu farið í­ mál við Hannes hefði afstaða mí­n lí­klega verið talsvert önnur.

  Því­ miður hefur umræðan um „ritstuld“ Hannesar EKKI snúist um þessi dæmi – heldur hin þar sem hann notar nær orðréttar manna og umhverfislýsingar beint upp úr bókum Laxness.

  Mér vitanlega snerist þetta dómsmál um notkun HHG á texta HKL en ekki meintan stuld á rannsóknum annarra fræðimanna. Svo fræðilega lí­ðanin held ég að sé bara ágæt, takk fyrir.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *