Tíbet

Það eru ekki fallegar fregnir sem berast frá Tí­bet núna. Hafi sjálfstæðissinnar í­ Tí­bet vonast til þess að athygli umheimsins vegna Ólympí­uleikanna myndi halda aftur af fantatökum Bejing-stjórnarinnar reyndist það tálvon.

Merkilegt er að lesa vangaveltur á bloggsí­ðum sumra hægrimanna að í­slenskir vinstrimenn láti sig ekki málstað tí­betsku þjóðarinnar varða vegna þess að samúð þeirra liggi hjá Kí­nastjórn. Það er fáránleg kenning.

Þvert á móti ættu tí­betsku sjálfstæðissinnarnir að vera vinstrimönnum miklu geðþekkari en stjórnin í­ Bejing með sinn rí­kiskapí­talisma.

Dalai Lama er nefnilega einn nafntogaðasti stjórnmálamaður samtí­mans sem kennir sig við Marxisma. Fræg er skilgreining hans á sjálfum sér, þess efnis að hann sé hálfur marxisti og hálfur búddisti. – Það hefur alltaf legið fyrir að Dalai Lama sér sjálfstætt Tí­bet fyrir sér sem sósí­alí­skt samfélag.

Ef í­slenskir vinstrimenn eru ekki að standa sig nógu vel í­ að halda merki sósí­alistans Dalai Lama á lofti, þá er það a.m.k. ekki af pólití­skum ástæðum.

Join the Conversation

No comments

  1. Íslenskri vinstrimenn eru náttúrulega upp til hópa kratar – sem eiga ekki jafn erfitt með neitt og sósí­alismann, enda minnir hann þá óhjákvæmilega á það hvar málamiðlanirnar hófust og þar með hvar þeir eru staddir á kortinu í­ dag, eftir að hafa samið við auðvaldið af aumingjaskap í­ um 200 ár.

    Ég gæti best trúað þeir vilji heldur trúa því­ að hið hugmyndafræðilega ferðalag þeirra hafi hafist við eitthvað svipað rí­kisstjórninni í­ Kí­na – þeir koma svo vel út úr samanburðinum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *