Það er ekki oft sem maður leggur í 3.500 orða greinar um pólitískt málefni – hvað þá 3.500 orða grein sem er morandi í tenglum á greinar sem hver um sig er væn að vöxtum.
Brendan O´Neill, ritstjóri Spiked skrifar slíkan hlemm í tengslum við fimm ára afmæli íraksstríðsins. Á greininni rekur hann sögu íraksstríðsins – eða öllu heldur fer í gegnum skrif vefritsins gegn því allt frá árinu 2002 og rekur hvernig afstaða ritsins hefur staðist tímans tönn.
Spiked hefur þann kost umfram marga þá sem barist hafa gegn stríðinu, að afstaða þess hefur alltaf verið fókuseruð. Það hefur hakkað málflutning stuðningsmanna stríðsins í spað, en á sama hátt verið mjög krítískt á margt af því sem komið hefur frá stríðsandstæðingum. Margir stríðsandstæðingar hafa rætt um íraksstríðið sem grímulausa birtingarmynd klassískrar heimsvaldastefnu, byggt á þeirri sannfæringu að í Washington sitji alráðir og djöfullega greindir menn sem véli um framtíð heimsins – ráðist inn í lönd til að sölsa undir sig olíuforða eða tryggja byggingarleyfi fyrir olíupípur og ætli að skapa bandarískt heimsveldi fjármagnsins.
Andspænis þessu valdi er ekki skrítið þótt margir telji sig valdalausa og geti í raun ekki annað gert en að þvo hendur sínar – árétta að helv. stríðið sé þó amk. ekki í þeirra nafni…
Þessi ofurtrú á valdi æðstu ráðamanna heimsins er að mínu mati það sem öðru fremur rekur fólk út í að aðhyllast hugmyndir um 11.september-samsæri CIA, Bildenberg, frímúraranna – eða hverra annarra.
Sérstaða Spiked í hópi gagnrýnenda stríðsins er sú hugmynd aðstandenda vefritsins að styrjöldin sé ekki til marks um styrk Vesturlanda gagnvart þriðja heiminum – heldur þvert á móti birtingarmynd á veikleikum og varnarleysi. Kveikjan að stríðinu hafi ekkert með stjórnarfar einstakra ríkja í miðausturlöndum að gera og það sé heldur ekki hluti af alþjóðlegu samsæri hinna ráðandi afla – heldur sé það afleiðing af pólitísku og hugsjónalegu gjaldþroti síðustu ára og áratuga.
Mér finnst fjári margt vera til í þeirri kenningu.
Niðurstaða Brendans O´Neill í greininni, sem heitir „Hvers vegna hafa þau ekkert lært af stríðinu?“ – er ekki upplífgandi:
And in Iraq, we have what spiked labelled in September 2006 as ‘the world’s first Suicide State’: ‘Iraq looks like a country committing suicide rather than aspiring to independence and liberty. This new Suicide State is not quite as foreign or “evil†as commentators and officials would have us believe. Rather, it seems to have been shaped by some very contemporary political trends, and by the denigration of international politics over the past decade.’
This is the end result of five years of war on Iraq: increased political doubt, disillusionment and cynicism in the West, and a hole in the heart of the Middle East where an Iraq run by its own people ought to stand. Yet rather than face up to and hotly debate these facts, all the better to ensure that such a thing never occurs again, those who supported the war now call for more interventions in ‘dangerous hotspots’ around the world, while some of those who criticised the war want Western troops in Darfur, Kosovo and Tibet. They have learned absolutely nothing. Those who truly value freedom and self-determination around the world should reject both the inexorable interventionism of our hollow Western rulers and the fearful isolationism or ‘liberal interventionism’ demanded by the anti-war critics, and instead state the case loudly and clearly against outside interference in others’ affairs.
Ef þú lest bara eina 3.500 orða grein í dag – lestu þá þessa…