Lestin til Keflavíkur

Þegar hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjaví­kur og Keflaví­kur voru ræddar fyrir nokkrum árum urðu sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum óðir. Þeir höfðu ekki heyrt jafnvitlausa hugmynd og sögðu að enginn vildi fara í­ lest á milli.

Það voru fyrirsjáanleg viðbrögð – því­ á sama tí­ma voru þeir að berjast fyrir því­ að rí­kið tvöfaldaði Reykjanesbrautina og þess vegna tóku þeir sjálfkrafa illa í­ allar hugmyndir sem gætu orðið til að drepa því­ máli á dreif.

Eitthvað segir mér að nú – þegar tvöföldunin er komin langleiðina – verði sömu sveitarstjórnarmenn hinir jákvæðustu og telji þetta brýnt þjóðþrifamál…