Lestin til Keflavíkur

Þegar hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjaví­kur og Keflaví­kur voru ræddar fyrir nokkrum árum urðu sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum óðir. Þeir höfðu ekki heyrt jafnvitlausa hugmynd og sögðu að enginn vildi fara í­ lest á milli.

Það voru fyrirsjáanleg viðbrögð – því­ á sama tí­ma voru þeir að berjast fyrir því­ að rí­kið tvöfaldaði Reykjanesbrautina og þess vegna tóku þeir sjálfkrafa illa í­ allar hugmyndir sem gætu orðið til að drepa því­ máli á dreif.

Eitthvað segir mér að nú – þegar tvöföldunin er komin langleiðina – verði sömu sveitarstjórnarmenn hinir jákvæðustu og telji þetta brýnt þjóðþrifamál…

Join the Conversation

No comments

 1. Heyrði einhverjar tölur um kostnað… man ekki alveg upphæðina en hún hljóp á einhverjum nokkrum milljörðum. Hvað er svona svakalega dýrt við að leggja brautarteina?

 2. Hef reyndar heyrt að þetta sé svakalega dýrt batterí­ í­ stofnkostnaði. Einn hagfræðingur benti mér þó á aðra lausn sem væri mun hagvæmari og alls ekki hæggengari. Það er sér akrein í­ báðar áttir fyrir flugvallarskutlu (rútu) sem gengi mjög reglulega. Hún gæti keyrt á þessum 100-110 km hraða og mismunurinn væri ekki nema örfáar mí­nútur ef farið væri með lest.

 3. Hraðlestir fara á 200-400 km á klukkustund. Þær taka minna pláss en hraðbrautir, nota minni orku per farþega og slysatí­ðnin er svo mikið lægri að hún er ekki sambærileg.

  Hvernig dettur nokkrum í­ hug að bifreiðar geti keppt við þetta sem samgöngumáta?

  Svo eru lestarnar svo mikið þægilegri …

 4. Ef tekinn er saman gí­gantí­skur stofnkostnaður, orkukostnaður (hvað þyrfti að virkja til að framfleyta þessu batterí­i, hversu stórar væru lestirnar og varla fara þær frá leifsstöð hálftómar. Þetta er fullt af fí­tusum sem er vert að pæla í­. Ég sé ekkert að því­ að yfirgefa þennan hundrað ára járnbrautadraum Íslands og hugsa út í­ eitthvað sem gæti verið ögn praktí­skara og einfaldara í­ uppsetningu. Með lest ertu einnig að fara að hugsa út í­ gí­furlega breytingar í­ Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Reykjaví­k, nema ef við náttúrulega bara borum lestina niður og höfum stoppistöðvar hennar þar.

 5. Og svo þurfa hraðlestir ekki nema svona tí­u kí­lómetra til að ná upp ferðinni ef farþegarnir eiga að halda höfði og aðra tí­u til að bremsa. Vegalengdin frá Hvaleyrarholti og að Fitjum er um það bil 25 km. Og 400 km hraða halda lestar helst ekki í­ rigningu og alls ekki í­ frosti og hrí­ð. Kannski mætti grafa göng fyrir hana? Upp á nokkur hundruð milljarða? Kannski geta bifreiðar keppt við lestar. Ef þær væru samkeppnishæfar hér væru þær auðvitað fyrir löngu komnar.

 6. TíU KíLÓMETRA!!!!!
  Þessi lest hans Tobba er á við risatankara að þyngd! Má ég þá heldur biðja um minni og léttari lest sem gengur á svona 200 km hraða

 7. Þetta samkeppnishæfisbull er oftuggin tugga. Það sem verður ofaná hér á Íslandi verður það vegna þess að það var það eina sem fólk hafði í­myndunarafl til að framkvæma.

Leave a comment

Skildu eftir svar við anna Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *