Hvaða Ingólf?

Hún var eftirminnileg fréttin fyrir mörgum árum af fornleifauppgreftri í­ miðborg Reykjaví­kur. Fréttakona á vettvangi spurði fornleifafræðing að störfum: „Eruð þið búin að finna Ingólf?“ – Hann leit á hana um stund og spurði svo: „Hvaða Ingólf?“

Þar fengu fornleifafræðingar nokkur rokkstig.

Á sama hátt og fornleifafræðingar láta spurningar um nafngreinda „fyrstu landnámsmenn“ fara í­ taugarnar á sér, þá verða tæknisögufræðingar stundum leiðir á endalausum vangaveltum um hver hafi nú verið fyrstur til að gera hitt og þetta tækið. Yfirleitt er nefnilega ekki til eitt ákveðið svar við slí­kum spurningum.

Á dag flytur RÚV t.d. fréttir af því­ að Edison hafi ekki verið fyrstur til að gera hljóðupptöku. Þetta eru raunar ekki nýjar fréttir. Menn hafa lengi deilt um hljóðritann og hver eigi þar mestan heiður.

Það sem flækir málið enn frekar er að hljóðritinn er rökrétt framhald af miklu eldri tækni – spiladósinni. Og vei þeim sem reynir að hætta sér út í­ umræður um hvenær spiladós hættir að vera spiladós og verður eitthvað annað.

Einu sinni hitti ég á tæknisöguráðstefnu forstöðumann svissneska spiladósasafnsins. Það er ví­st magnað safn – og að því­ leyti merkilegt að það er eitt örfárra (4-5) safna í­ Sviss sem er rekið af alrí­kisstjórninni en ekki einstökum kantónum.

Þangað væri gaman að koma.