Þar lá frændi í því

Les um það mér til ómældrar ánægju á Fram-vefnum að Safamýrarstórveldið er loksins farið að tefla fram 11-manna liði í­ fjórða flokki kvenna. Til þessa höfum við bara verið í­ 7-manna liðunum í­ þeim flokki.

Fyrstu fórnarlömbin voru KR-stelpurnar undir stjórn Stefáns Karls frænda mí­ns, sem hefur greinilega kennt Framstelpunum of vel á sí­num tí­ma – því­ þær tóku Vesturbæingana í­ bakarí­ið. Sbr. þessa frásögn.

Frændi á ekki góðar stundir í­ vændum í­ næsta fjölskylduboði.