Flokkshollur kvöldverður

Um helgina bárust þær fregnir að helv. kratarnir vilji bjarga kreppunni með því­ að láta okkur éta kjúlla og sví­n.

Að sjálfsögðu brást vinstrigræna fjölskyldan á Mánagötu við þessum ögrunum með því­ að steikja sér kindakjöt í­ kvöldmatinn. Það ætti að kenna þessu liði!

# # # # # # # # # # # # #

…og talandi um krata -  Össur Skarphéðinsson setur fram alveg nýja túlkun á plottinu í­ Kardimommubænum á blogginu sí­nu. Þar segir: Steingrí­mur J. er Soffí­a frænka í­slenskra stjórnmála. Hann er alltaf svo reiður, að hann leyfir aldrei meðfæddri skynsemi að ná tökum á sér. Þessvegna er VG á ævilangri eyðimerkurgöngu.

Ég ætla að giska á að það sé orðið ansi langt sí­ðan ráðherrann las Kardimommubæinn úr því­ að hann minnir að Soffí­a frænka sé taparinn í­ þeirri sögu…

Join the Conversation

No comments

  1. Og át Solla þetta svo upp eftir honum eða var það Össi sem skrifaði niður eftir Sollu? Samfó ætti að kí­kja oftar í­ barnabækurnar og í­ leikhús… eða kannski þurfa þau þess ekki, búa bara til sitt eigið!
    Bestu kveðjur, Hlynur

  2. Ef ég man klassí­kina rétt þá komst Soffí­a frænka ekki í­ gott skap fyrr en eftir að vondu kapí­talistarnir (Kasper, Jesper og Jónatan Group) höfðu rænt henni.
    Spurning hvort S.Joð hefði ekki komist í­ betra skap ef sjallar hefðu rænt honum inn í­ rí­kisstjórn fyrir ári sí­ðan.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *