Var á stórskemmtilegum aðalfundi einkahlutafélagsins Friðarhúss SHA í dag. Þar voru kynntir glæsilegir reikningar félagsins.
Að sjálfsögðu förum við hernaðarandstæðingar að tilmælum ríkisstjórnarinnar, sem hvetur okkur til að greiða niður skuldir til að bægja kreppunni á brott. Á fundinum kom fram að eftirstöðvar bankalánsins sem tekið var fyrir kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári séu nú um 700 þúsund – og að sú upphæð verði greidd verulega niður um þessi mánaðarmót. Það eru því horfur á að hreyfingin eigi húsið skuldlaust við aðra en sjálfa sig fyrir lok þessa árs.
Ég bíð eftir viðurkenningarskjalinu frá írna Matthiesen!
# # # # # # # # # # # # #
Luton vann um helgina. Við erum því taplausir fjóra leiki í röð – Mick Harford er loksins að ná að snúa genginu við, þrátt fyrir að hafa þurft að láta enn fleiri leikmenn fara.
Auðvitað föllum við. Það eru ellefu stig upp í næsta lið fyrir ofan fallsæti – en ekki nema átján stig í pottinum. Sú barátta má heita vonlaus.
En það er þess vegna djöfull ergilegt til þess að hugsa að tíu stig voru dregin af okkur vegna peningavandræða – og að við megum eiga von á viðbótarfrádrætti á bilinu 10 til 25 stig…