Streets of Sorrow

Kí­nverska rí­kissjónvarpið klippti ví­st á útsendinguna frá tendrun Ólympí­ueldsins eftir að mótmælendur reyndu að vekja athygli á málefnum Tí­bets. Þetta rifjar upp frægt atriði úr breskri sjónvarpssögu þegar BBC klippti á útsendingu skemmtiþáttar 1988, þegar The Pogues var að flytja lagið Streets of Sorrow – sem rennur saman við annað lag: Birmingham Six. Á því­ …

Ég blogga ekki – stelpur blogga!

Fyrir þessa helgi sendi ég Steinunni og grí­sinn austur á land til að kjá framan í­ tengdapabba og til að ég kæmi einhverju í­ verk. Ég er fyrir vikið búið að skrifa um handbolta á ní­unda og tí­unda áratugnum þar til að harpixið þrýstist út um eyrun á mér. Ekkert sniðugt? Ekkert hnyttið fyrir fasta …

Múhameðsgreinin

Þá er ég loksins búinn að lesa Múhameðsgreinina í­ Sögunni allri. Á öllum þrætunum um myndskreytingarnar virðast allir hafa gleymt að fjalla um greinina sjálfa. Hún er svo sem ágæt, einkum fyrri helmingurinn. En eitt truflar mig við lesturinn (og það sama gildir um ansi margar greinar í­ Sögunni allri) – að það er eiginlega …

Neðanbeltisskot

Einelti á netinu og í­ fjölmiðlum er hvimleitt fyrirbæri. Mér sýnist nýjasta fórnarlambið vera Egill Helgason. Á Fréttablaðinu í­ dag gantast Bergsveinn Sigurðsson með orðskýringar Egils, sem lýkur oft færslum sí­num með því­ að kynna fyrir lesendum hugtök úr helstu erlendu tungumálunum. Á gær var Egill svo „dissaður“ úr óvæntri átt – frá Birni Bjarnasyni …

Geðheilsa stjórnmálamanna

Andlegt heilbrigði stjórnmálamanna var mjög í­ umræðunni fyrir nokkrum vikum. Spurning hvort þessi grein í­ The Times komi til með að hafa álí­ka áhrif? Sir David Owen skrifar hér mikla grein þar sem hann veltir fyrir sér andlegri heilsu sí­ns gamla kunningja Tony Blairs – og veltir því­ fyrir sér hvaða máli hún kunni að …

Ólympíu-sniðgöngur

Nú eru einhverjir stjórnmálamenn í­ Evrópu farnir að kalla eftir því­ að þjóðir heims sniðgangi Ólympí­uleikana í­ Kí­na. Það mun ekki ganga eftir. Fjórar meiriháttar tilraunir hafa verið gerðar til að tala fyrir „hóp-skrópi“ á ÓL. Fyrst var það 1956, til að mótmæla þátttöku Sovétmanna svo skömmu eftir innrásina í­ Ungverjaland. Sviss, Holland og Franco-stjórnin …

Sendiráðið

Sú vaska baráttukona Birgitta Jónsdóttir hvetur fólk til að mæta á mótmælastöðu við kí­nverska sendiráðið kl. 17 í­ dag. Aðgerðin er ekki auglýst í­ nafni neins tiltekins hóps eða samtaka – enda höfum við Íslendingar mér vitanlega aldrei átt okkar eigin „frelsum Tí­bet“-hreyfingu. Annars er einhver peningastofnunin um þessar mundir með auglýsingar fyrir lí­ftreyggingar – …