Smekklaust Mannlíf

Aðalgreinin í­ nýjasta Mannlí­fi er úttekt á öryrkjablokkunum við Hátún og þeirri umræðu sem átt hefur sér stað um kosti og galla samfélagsins þar. Greinin sjálf er illskiljanlegur grautur þar sem ólí­k sjónarmið eru rakin í­ belg og biðu. Ekki er talað við augljóst lykilfólk – án þess að fram komi hvort reynt hafi verið …

Viðskiptahugmyndin

Besta viðskiptahugmynd föstudagskvöldsins gengur út á að stofna leðuriðju sem rekin væri á sömu forsendum og eggjabú sem gera út á „hamingjusamar hænur“ sem spóka sig frjálsar utandyra. „Mannúðlega leðuriðjan“ myndi gera út á framleiðslu á jökkum og skóm úr skinni sjálfdauðra búgripa sem lifað hefðu löngu og innihaldsrí­ku lí­fi. Það mætti jafnvel taka auglýsingamyndir …

Leir

Á föstudagskvöldið mæti ég á árshátí­ð þingmanna. Þar er ví­st regla um að bannað sé að taka til máls nema í­ bundnu máli. Á ljós kom að það ákvæði er barn sí­ns tí­ma. Á Braga nafni – hví­lí­kur leir! Hví­lí­kt hnoð! Við okkar borð sátu bara varþingmenn, nýliðar á þingi og makar – og stemningin …