Bók blekkinganna

Á tilefni dagsins er ví­st viðeigandi að ég gefi frá mér hugmynd sem dugmeiri lesandi þessarar sí­ðu en ég getur framkvæmt.

Fyrir margt löngu datt mér í­ hug að sniðugt gæti verið að skrifa bók um sögu aprí­lgabbsins á Íslandi – sagnfræðilega rannsókn.

Við fyrstu sýn kann þetta efni að virðast heldur grunnrist, en svo er þó ekki ef nánar er að gáð. Að mí­nu mati segja aprí­lgöbb nefnilega talsvert mikla sögu um samfélagið – áhugamál þess, hverjir teljist markhópur fjölmiðla o.þ.h. Þau eru upplognar fréttir – en lygar hvers samfélags eru oft „réttari“ en sannleikurinn. Lygin segir okkur nefnilega talsvert um hverju fólk vill eða er reiðubúið til að trúa.

Ef vel á að vera yrði að skýra hvert aprí­lgabb fyrir sig og setja í­ sögulegt samhengi.

Elstu aprí­lgöbbin, frá sjötta og sjöunda áratugnum, voru oft með menningarlegum og þjóðlegum blæ. Þar var sagt frá skjölum sem fundust og sýndu fram á hver væri höfundur Njálu eða óþekktum handritum af Íslendingasögum sem komu í­ leitirnar í­ skjalasöfnum.

Heimsfrægir útlendingar í­ stuttu stoppi á Íslandi urðu sömuleiðis snemma vinsælt viðfangsefni.

Á seinni tí­ð eru hins vegar göbbin nær öll á einn veg: ódýrt bensí­n eða áfengi. Það eru að sumu leyti billegustu göbb sem hægt er að hugsa sér og höfða fyrst og fremst til græðginnar.

En hugmyndin um bók blekkinganna liggur sem sagt á lausu fyrir hvern þann sem vill hagnýta sér hana.