Bók blekkinganna

Á tilefni dagsins er ví­st viðeigandi að ég gefi frá mér hugmynd sem dugmeiri lesandi þessarar sí­ðu en ég getur framkvæmt.

Fyrir margt löngu datt mér í­ hug að sniðugt gæti verið að skrifa bók um sögu aprí­lgabbsins á Íslandi – sagnfræðilega rannsókn.

Við fyrstu sýn kann þetta efni að virðast heldur grunnrist, en svo er þó ekki ef nánar er að gáð. Að mí­nu mati segja aprí­lgöbb nefnilega talsvert mikla sögu um samfélagið – áhugamál þess, hverjir teljist markhópur fjölmiðla o.þ.h. Þau eru upplognar fréttir – en lygar hvers samfélags eru oft „réttari“ en sannleikurinn. Lygin segir okkur nefnilega talsvert um hverju fólk vill eða er reiðubúið til að trúa.

Ef vel á að vera yrði að skýra hvert aprí­lgabb fyrir sig og setja í­ sögulegt samhengi.

Elstu aprí­lgöbbin, frá sjötta og sjöunda áratugnum, voru oft með menningarlegum og þjóðlegum blæ. Þar var sagt frá skjölum sem fundust og sýndu fram á hver væri höfundur Njálu eða óþekktum handritum af Íslendingasögum sem komu í­ leitirnar í­ skjalasöfnum.

Heimsfrægir útlendingar í­ stuttu stoppi á Íslandi urðu sömuleiðis snemma vinsælt viðfangsefni.

Á seinni tí­ð eru hins vegar göbbin nær öll á einn veg: ódýrt bensí­n eða áfengi. Það eru að sumu leyti billegustu göbb sem hægt er að hugsa sér og höfða fyrst og fremst til græðginnar.

En hugmyndin um bók blekkinganna liggur sem sagt á lausu fyrir hvern þann sem vill hagnýta sér hana.

Join the Conversation

No comments

 1. Er ekki málið að verið er að reyna að láta menn hlaupa aprí­l, það er gera eitthvað sem þeir annars ekki hefðu gert, mæta á ákveðinn stað o.s.frv. Það eina sem hreyfir menn úr stað í­ dag er græðgin eða þrá um að hitta frægt fólk og aprí­lgöbb dagsins í­ dag bera þess vott.

  Hvernig voru menn látnir hlaupa aprí­l með handritum um höfund Njálu eða fundinni Gauks sögu Trandilssonar?

 2. Það er rétt, slí­kt mundi ekki draga marga gesti að sér í­ dag. Þetta yrði mikil félagsfræðileg stúdí­a. Tek þetta með í­ bók mí­na um sögu grí­nsins.

 3. Á seinni tí­ð er þó farið að bera æ meira á því­ að aprí­lgöbbin séu bara orðin eitthvað bull, sem í­ mesta lagi hreyfir við bloggurum, en ekki er reynt að láta neinn hlaupa eitt eða neitt.

  Á dag er til dæmis á mbl.is frétt um að Schumacher ætli að keppa í­ næstu Formúlu 1 keppni. Hvers lags aprí­lgabb er það?

 4. Mér fannst helví­ti fyndið aprí­lgabbið sem var fyrir nokkrum árum, þegar auglýst var að McDonalds hefði fest kaup á kópavogskirkju. Svo absúrd en samt sá maður fólkið flykkjast hér upp til að mótmæla.

 5. Já, rúv gabbið er nokkuð gott og meira að segja broddur í­ því­. BB er látinn lýsa áhyggjum af viðskilnaði breska hersins.
  En blogg býður lí­ka upp á skemmtilega möguleika í­ göbbum. Vantrúargabbið virðist til dæmis ætla að heppnast óvenju vel í­ ár.

 6. Verður ekki að fylgja bókinni saga dagsins í­ samanburðarlöndunum? Hér er ‘Historien bag aprilsnar’ hjá frændum okkur baunverjum: http://www.historie-online.dk/special/nar/

  Þar kemur m.a. fram að fyrir rúmlega 150 árum hafi verið til siðs að „hlaupa aprí­l“ – merkilegt nokk.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *