Landið eitt tímabelti?

Er að lesa Tí­maritavefinn. Nýjustu blöðin þar inni eru Ví­sir frá þriðja áratugnum.

Hér er mögnuð frétt undir yfirskriftinni „Klukkumálið“, frá því­ í­ júní­ 1920 – sem segir ótrúlega mikla sögu.

Þarna eru fulltrúar í­ bæjarstjórn Reykjaví­kur foxillir yfir að þingið hafi ákveðið að taka upp sumartí­ma. Þeir gera þá kröfu að fallið verði frá þessu og klukkunni breytt til baka – að öðrum kosti (og þarna eru menn að tala í­ fullri alvöru) eru þeir að í­huga að breyta bæjarklukkunni einhliða.

Það hefði verið magnað ef Reykjaví­k hefði orðið sérstakt tí­mabelti…