Baráttumál?

Á dag fór famelí­an af Mánagötu í­ Borgarnes. Amma býr á öldrunarheimilinu þar og hefur gert sí­ðasta tæpa árið. Mamma fór með okkur – en hún er búin að vera á þönum þarna á milli frá því­ að gamla konan fór upp eftir. íður en til þess kom voru mamma og pabbi í­ raun búin að sjá um ömmu (og afa þar á undan) svo árum skipti.

Lí­klega eru þetta örlög okkar flestra – að sjá um aldrað foreldri eða önnur skyldmenni um lengri eða skemmri tí­ma. Einhver hagfræðingurinn eða félagsfræðingurinn mætti reyna að reikna saman allar þær vinnustundir sem fara á ári hverju í­ umönnun af þessu tagi. Það held ég að yrðu sláandi tölur.

Þetta minnti mig á umræður sem áttu sér stað á fundi hjá trúnaðarmönnum Starfsmannafélags Reykjaví­kurborgar á dögunum, þar sem fjallað var um kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga. Kona í­ hópnum kvaddi sér hljóðs og stakk upp á baráttumáli fyrir hreyfinguna: veikindadögum vegna foreldra!

Og þetta er svo rökrétt baráttumál. Á dag eru viðurkenndir veikindadagar fyrir launafólk. Veikindadagar barna eru sömuleiðis viðurkenndir í­ kjarasamningum – og fólk með langveika maka getur fengið stuðning e. krókaleiðum. En veikindi foreldra eru ekki enn viðurkennd fjarvist.

Baráttumál fyrir verkalýðshreyfinguna?