Nú á ég einhvers staðar í fórum mínum skjal frá Edinborgarháskóla þess efnis að ég sé meistari í vísinda- og tæknifræðum.
Það breytir því ekki að ég get ekki útskýrt eina af helstu ráðgátum nútíma tæknikerfa: hvernig stendur á því að tæki sem var bilað, hættir að vera bilað um leið og maður er búinn að kalla til viðgerðarmann með þeim afleiðingum að maður lítur út eins og hálfviti.
Kannski maður þurfi að klára doktorinn til að átta sig á þessu?