Af hverju að skammast í Gore?

Það er vinsælt um þessar mundir að hjóla í­ Al Gore og „rétttrúnaðinn“ í­ tengslum við kenningarnar um hlýnun Jarðar. Af þeirri umræðu mætti ætla að við værum Bandarí­kjamenn en ekki Evrópubúar.

Nú er það vissulega staðreynd að Al Gore gerði heimildarmynd sem hafði mikil áhrif í­ Bandarí­kjunum og sem varð til að sannfæra margt fólk þar í­ landi um gróðurhúsaáhrifin. Það er lí­ka rétt að í­ myndinni notar hann ýmis trix sem þekkt eru úr myndum með áróðursgildi. – Ef ég væri Bandarí­kjamaður sem efaðist um að hlýnun Jarðar sé af mannavöldum, þá þætti mér Al Gore örugglega hinn versti maður.

En Ísland er í­ Evrópu. Og í­ þessari heimsálfu var hugmyndin um gróðurhúsaáhrifin almennt viðtekin löngu áður en Al Gore byrjaði á myndinni sinni. Hinn „Óþægilegi sannleikur“ Gores var ekkert óþægilegur hérna megin Atlantsála, heldur endurtekning á atriðum sem þá þegar mátti lesa um í­ kennslubókum barnaskóla. Á Evrópu hafði myndin því­ fyrst og fremst þau áhrif að staðfesta það sem fólk taldi sig vita fyrir.

Þess vegna á ég ákaflega bágt með að skilja hvers vegna í­slenskir bloggarar geta komist að þeirri niðurstöðu að meintur „rétttrúnaður“ varðandi hlýnun Jarðar sé búlduleita fv. varaforsetanum að kenna.

# # # # # # # # # # # # #

írmann nær góðu en meinlegu skoti á Ragnhildi Vigfúsdóttur í­ dag.