Bob Barr

Hah! Muna menn ekki eftir Bob Barr – Repúblikananum sem reyndi hvað mest að hrekja Clinton úr embætti með endalausum lagaklækjum og þingyfirheyrslum.

Hann er snúinn aftur og hefur samþykkt að falast eftir útnefningu Frjálshyggjuflokksins sem forsetaefni.

Margir voru að gæla við að Ron Paul tæki þetta hlutverk að sér og Bob Barr er enginn Paul… en það er samt spurning hvort Barr á möguleika á að höggva skörð í­ raðir Repúblikana – einkum þeirra sem eru á móti strí­ðinu í­ írak?