Söguleg vísun?

Á ár fagna Knattspyrnufélögin Fram og Ví­kingur bæði 100 ára afmæli. Ekki er fyllilega ljóst hver stofndagur þessara félaga var – frekar en nokkurra annarra af elstu í­þróttafélögum landsins. Hins vegar er óralöng hefð fyrir því­ að miða stofndag Fram við 1. maí­ og Ví­kingar hafa viljað telja sig rúmlega viku eldri.

Nú hafa Ví­kingar hins vegar ákveðið að halda afmælisfögnuð sinn á 1. maí­. Ég hef orðið var við að sumum Frömurum finnst þetta sérkennileg ráðstöfun – að ráðast svo augljóslega inn á afmælisdag annars félags. Það er ekki laust við að nokkurs pirrings gæti hjá stöku manni vegna þessa.

Sjálfum finnst mér þetta rökrétt. Ví­kingur var jú stofnaður af strákum sem fengu ekki að vera með í­ Fram, af því­ að þeir voru of litlir. Það er því­ augljós söguleg ví­sun fólgin í­ því­ að þeir reyni á ný – hundrað árum sí­ðar – að fá að vera með í­ partýinu hjá okkur…