Trúnaðarmaðurinn

Ég er búinn að sitja trúnaðarmannanámskeið á vegum Starfsmannafélags Rví­kur í­ allan dag. Þar hefur margt áhugavert komið fram um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

Þar kom meðal annars fram að starfsmenn rí­kis og Reykjaví­kurborgar MEGA EKKI snúa aftur til starfa eftir að hafa verið í­ mánuð eða lengur í­ veikindaleyfi án þess að framví­sa starfshæfisvottorði frá lækni.

Ólafur F. Magnússon hefði betur verið búinn að lesa þá reglu áður en hann móðgaðist yfir að vera krafinn um læknisvottorð þegar hann kom úr veikindaleyfinu.

Hver ætli sé trúnaðarmaður borgarfulltrúa? Sá hefur greinilega ekki staðið sig í­ stykkinu við að uppfræða borgarstjóra…