Versta ræðan

Ætli það séu ekki álí­ka margir búnir að horfa á upptökuna að ræðu Guðnýjar Hrundar á netinu og nýja Júróvisí­on-myndbandið? Þetta var pí­nlegt á að horfa.

Öll eigum við okkar verstu ræður. Mí­n var fyrir kosningarnar 1995. Verðandi, félag ungs Alþýðubandalagsfólks hélt skemmtikvöld á Risinu og við Róbert Marshall vorum eins og útspýtt hundskinn að undirbúa skemmtunina, redda auglýsingum, fara með dreifimiða í­ skóla o.s.frv.  Á tí­mabili héldum við að kvöldið hefði fokkast algjörlega upp fyrir mistök og við fengum nokkur væg taugaáföll.

Svo byrjaði skemmtunin og gekk bærilega. Við Róbert upplifðum grí­ðarlegt spennufall og ákváðum að halda á barinn. Stressið, spennufallið, þreytan og nokkrir bjórar reyndust vond blanda.

„Heyrðu“, sagði Róbert, „ertu tilbúinn með ræðuna? Þú ert auglýstur ræðumaður.“ – „Nei, fjandakornið – ég hafði engan tí­ma, ég hef ekkert undirbúið svaraði ég“ – og taldi málið úr sögunni.

Seinna um kvöldið – þegar hljómsveitin var í­ pásu – var Helgi Hjörvar kynntur í­ pontu. Hann flutti flotta ræðu að vanda. Næst var tilkynnt að Stefán Pálsson, frambjóðandi í­ 16.sæti, ætlaði að segja nokkur orð.

Á stað þess að leiðrétta misskilninginn stökk ég upp á svið. Heilsaði – og uppgötvaði þá að ég var gjörsamlega tómur – tautaði samhengislaust nokkur orð sem mátti túlka sem skammir í­ garð hægri manna og þegar það féll flatt ákvað ég að segja 2-3 brandara. Enginn hló. Ekki einu sinni kurteis bekkjarsystir sem hafði mætt fyrir mí­n orð.

Á leiðinni niður af sviðinu var ég næstum dottinn. Og í­ stað þess að geta farið heim og skriðið undir sæng þurfti ég að bí­ða á staðnum til að ganga frá í­ lok kvölds. Þetta var lí­klega lélegasta ræða sem flutt hefur verið í­ nokkurri kosningabaráttu.

En mikið er ég feginn því­ að hún var ekki fest á filmu…