Loksins, loksins! Ég er farinn að sjá fram á að losna undan steypurykinu hér á Minjasafninu eftir að gólfið í nýja andyrinu/tengibyggingunni var flotað í gær. Þetta er stór áfangi.
Þegar ráðist var í verkið gleymdist hins vegar starfsmaður Minjasafnsins niðri í kjallara og honum var nokkuð brugðið þegar hann ætlaði að fara heim til sín í lok vinnudags og gekk fram á nýflotað gólf.
Um síðir tókst honum að klöngrast upp lyftustokk við illan leik. Hver segir svo að líf safnvarðarins sé háskalaust?