Höfundur ók.

Var í­ kvöld á bráðskemmtilegum tónleikum hjá Per Warming í­ Friðarhúsinu. Hann varpaði fram skemmtilegri pælingu: „Draumur hvers lagahöfundar er að verða öllum gleymdur! – Það er, að þú gleymist en lagið þitt lifi áfram. Lengra verður ekki komist.“

Það er auðvitað mikið til í­ þessu. Hvaða bjáni sem er getur samið lag og orðið frægur lagahöfundur – en alvöru klassí­kin er jú lögin í­ ví­snabókinni þar sem stendur við: „Höfundur ókunnur“.

# # # # # # # # # # # # #

Hörður Torfason var meðal gesta á tónleikunum. Hann tók við gí­tarnum í­ lokin og tók þrjú lög fyrir gestinn – þar á meðal 10.maí­, sem er eitt hans allra bestu laga.

Mér finnst Hörður svalasti í­slenski listamaðurinn. Þegar ævisagan hans kemur út (vonandi um jólin) ætla ég að standa á tröppunum fyrir utan bókabúðina á útgáfudaginn.

# # # # # # # # # # # # #

Grí­sinn verður þriggja ára í­ fyrramálið. Það er ekki lí­till áfangi.

Á bláu deild á Sólhlí­ð er það mikið stöðutákn að vera orðinn þriggja ára. Ólí­na hefur talað um það í­ marga mánuði að þegar hún verði þriggja ára þá geti hún farið ein út í­ búð. Hitti gamlan skólabróður sem á strák á bláu deild. Guttinn hans á ekki afmæli fyrr en í­ október – en er samt með þriggja ára afmælið á heilanum. Hann ætlar að byrja að keyra bí­l við þau tí­mamót…

Ólí­na finnur væntanlega til þess að vera bara tveggja – vinkonurnar eru nefnilega flestar eða allar að fara að verða fjögurra ára. Það gæti því­ orðið visst áfall að uppgötva að það sé ekki allt unnið með þriggja ára afmælisdeginum…