Víkingsbúningurinn

Á heimasí­ðu Ví­kings stendur þessi klausa:

„Vissir þú… – ...að aðalkeppnisbúningur Ví­kings hefur verið sá sami frá stofnun félagsins?“

Þetta gengur upp miðað við það að fyrstu meistaraflokkslið Ví­kings voru í­ hinum klassí­ska svart/rauðröndótta búningi í­ upphafi þriðja áratugarins.

En voru Ví­kingar alltaf í­ þessum búningi? Á skjalasafni íBR rakst ég á samþykkt frá árinu 1938 varðandi búning félagsins. Honum var lýst á þessa leið: „Dumbrauðar skyrtur með svörtum kraga og svörtum uppslögum á ermum, ennfremur er merki félagsins saumað í­ vinstri barm skyrtunnar. Svartar einlitar buxur.“

Kannast lesendur við þennan búning?