Víkingsbúningurinn

Á heimasí­ðu Ví­kings stendur þessi klausa:

„Vissir þú… – ...að aðalkeppnisbúningur Ví­kings hefur verið sá sami frá stofnun félagsins?“

Þetta gengur upp miðað við það að fyrstu meistaraflokkslið Ví­kings voru í­ hinum klassí­ska svart/rauðröndótta búningi í­ upphafi þriðja áratugarins.

En voru Ví­kingar alltaf í­ þessum búningi? Á skjalasafni íBR rakst ég á samþykkt frá árinu 1938 varðandi búning félagsins. Honum var lýst á þessa leið: „Dumbrauðar skyrtur með svörtum kraga og svörtum uppslögum á ermum, ennfremur er merki félagsins saumað í­ vinstri barm skyrtunnar. Svartar einlitar buxur.“

Kannast lesendur við þennan búning?

Join the Conversation

No comments

  1. Ég hafði alltaf heyrt að Berti Guðmunds hefði gefið þeim AC Milan treyjur og þess vegna sé búningurinn svona eins og hann er í­ dag. En miðað við þetta þá hlýtur það að vera kjaftæði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *