Ærsladraugur á þjóðveginum

Laugardagur kl. 15:00 – Leiðrétting! Færð hafa verið fyrir því­ gild rök að greinin sem ví­sað er til hér að neðan sé ekki um Sturlu heldur alnafna hans. Biðst afsökunar á ruglingnum.

Sturla Jónsson hefur verið mikið í­ fréttum upp á sí­ðkastið. Færri vita að hann er áhugamaður um yfirskilvitleg fyrirbæri og hefur orðið fyrir árásum ærsladrauga eins og lesa má um hér.

Á viðtalinu er lýst sérstæðu atviki sem Sturla hefur lent í­ við akstur:

Eitt sinn þegar ég var að keyra bí­l féll á mig eins konar stjarfi og ég gat mig hvergi hreyft. Skyndilega sveiflaðist ég út úr lí­kamanum, aftur í­ bí­linn og sí­ðan út undir beran himininn. Bí­llinn varð náttúrlega stjórnlaus og fór á næsta bí­l. Úr þessu varð sí­ðan fjögurra bí­la árekstur. Þú getur rétt í­myndað þér hvernig mér leið þegar lögreglan kom á vettvang og vildi fá skýringu á þessu atviki.

* * *

Viðbót, kl. 14:00 – Mér skilst að Sturla Jónsson þræti fyrir viðtalið sem ég tengi á hér að ofan.

Join the Conversation

No comments

 1. Getur verið að þessi Sturla sé haldinn lygaáráttu? Eftir að trukkarinn réðst á og nefbraut löggu í­ gær sór Sturla það af sér að vita nokkuð hver þessi maður er, en byrjaði sí­ðan í­ næstu málsgrein að úttala sig um hnémeiðsli sem hann hafi átt í­.

  Sennilega er þetta ærsladrauga- og yfirskilvitleikablaður í­ manninum tómar lygar sem hann beitir til að gera sjálfan sig merkilegan í­ augum annarra. Þannig er það oft um fólk sem hefur lágt greindarstig og lifir innihaldslausu og innantómu lí­fi. Ég hygg að flestir ef ekki allir miðlar séu undir sömu sök seldir.

  Nú kemur gamla draugablaðrið í­ bakið á manninum og þá þarf að sverja það af sér.

 2. Ég nenni hvorki né hef tí­ma til að lesa þessa ærsladraugagrein.
  Það sem ég var að pæla er hvort það sé ekki mögulegt að þetta sé alnafni Stulla bí­lstjóra?
  Það eru einir sex einstaklingar sem bera þetta nafn og þrí­r til viðbótar með millinafn skv. nokkurra ára gamalli þjóðskrá í­ tölvunni minni.

  Sturla talsmaður heitir Sturla Hólm Jónsson og er fæddur 1966. Það eru í­ það minnsta þrí­r með sama nafn fæddir ´63-´65.

  Bara pæling samt…

 3. Andri Valur:
  Það er séns en þá eru þeir fjarska lí­kir hann og nafninn sem fjallað er um í­ greininni, en í­ henni eru tvær myndir af manninum.

 4. Mér finnast þessar myndir í­ viðtalinu ekki lí­kjast vörubí­la-Stulla mikið.

 5. þetta eru gamlar myndir augljóslega. sést á tí­skunni og hárinu. ekkert mál að hugsa sér þennan mann eldri og sjá þar sturlu.

  En það rýrir þó gildi þessa viðtals þegar maður klikkar á „um höfund“ sí­ðunnar og þá kemur eitthvað óútskýrt bull.

 6. Veðurþurs: Já er það? Eru myndirnar lí­kar? Ég viðurkenni að ég er ekki góður í­ andlitum á myndum. Alls ekki. En að því­ gefnu að þessi grein hafi verið skrifuð árið 2002 (Sturla talsmaður fæddur 1966 – Sturla í­ grein 36 ára = nóv. 2002. Sem gerir u.þ.b. 5,5 ár) þá myndi ég segja að hann væri búinn að keyra andskoti mikið sí­ðan þessar myndir voru teknar!

  Þekki manninn ekki vitund og veit ekkert um þetta mál þannig séð. Finnst þetta samt á mörkunum til að passa. Hvað segir sagnfræðingurinn?

 7. Tja, mér finnst mennirnir lí­kir í­ útliti.

  En sem fyrr segir þá þrætir Sturla fyrir viðtalið. Það segir okkur að ef það er rétt – sem við höfum ekki ástæðu til að rengja – þá á hann alnafna á svipuðu reki eða viðtalið er uppspuni.

 8. Þetta er annar Sturla – ef farið er inn í­ source-ið á viðtalinu sést að það birtist í­ Vikunni 1987, sem þýðir að 36 ára viðmælandinn er fæddur 1951, sem passar ekki við Bí­lstjóra-Sturlu en passar hins vegar við aðra Sturlu í­ þjóðskrá.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *