Ærsladraugur á þjóðveginum

Laugardagur kl. 15:00 – Leiðrétting! Færð hafa verið fyrir því­ gild rök að greinin sem ví­sað er til hér að neðan sé ekki um Sturlu heldur alnafna hans. Biðst afsökunar á ruglingnum.

Sturla Jónsson hefur verið mikið í­ fréttum upp á sí­ðkastið. Færri vita að hann er áhugamaður um yfirskilvitleg fyrirbæri og hefur orðið fyrir árásum ærsladrauga eins og lesa má um hér.

Á viðtalinu er lýst sérstæðu atviki sem Sturla hefur lent í­ við akstur:

Eitt sinn þegar ég var að keyra bí­l féll á mig eins konar stjarfi og ég gat mig hvergi hreyft. Skyndilega sveiflaðist ég út úr lí­kamanum, aftur í­ bí­linn og sí­ðan út undir beran himininn. Bí­llinn varð náttúrlega stjórnlaus og fór á næsta bí­l. Úr þessu varð sí­ðan fjögurra bí­la árekstur. Þú getur rétt í­myndað þér hvernig mér leið þegar lögreglan kom á vettvang og vildi fá skýringu á þessu atviki.

* * *

Viðbót, kl. 14:00 – Mér skilst að Sturla Jónsson þræti fyrir viðtalið sem ég tengi á hér að ofan.