Á dag lærði ég um 60 daga regluna.
Fór í Heiðrúnu að kaupa bjór. Stoppaði í leiðinni í sérvörudeildinni og spurði starfsmann út í Ardbeg-viskýið sem kom í hillurnar í fáeinar vikur og hvarf.
Starfsmaðurinn mundi eftir Ardbeg og að það væri gott viský. Hann lagðist strax í hringingar.
Á ljós kom að Ardbeg hafði rokselst um leið og það kom í verslanir. Raunar hafði lagerinn klárast á fáeinum dögum.
Þegar það gerist tekur gildi sérstök regla um vörur í prufusölu. Birginn hefur þá 60 daga til að tryggja nýja sendingu. Takist það ekki, er varan tekin af söluskrá.
Á tilfelli Ardbeg var það sem sagt ÖLGERíIN EGILL SKALLAGRíMSSON sem hafði umboðið en tókst ekki að fylla á hillurnar á tveimur mánuðum.
Skömm þeirra verður lengi uppi!
Ölgerðin á að heita umboðsaðili fyrir Ardbeg er virðist ekki starfi sínu vaxin. Það harma allir góðir menn.
# # # # # # # # # # # # #
Um þessa helgi eru tuttugu ár liðin frá því að Luton vann stærsta sigur sinn á knattspyrnuvellinum. Ógleymanlegan sigur á Arsenal í deildarbikarnum á Wembley.
Ég sá úrslitin bara í upptöku. ístæðan var sú að þessa helgi var vorhátíð í Melaskóla. Hún fór þannig fram að sama skemmtunin var keyrð 4-5 sinnum fyrir framan nemendur og foreldra. Ingi skólastjóri fékk mig til að vera kynni – og þramma fram á sviðið og segja gestum hvað væri næst á dagskrá.
Þetta er besta ræðunámskeið sem ég hef lent í á ævinni. Hnúturinn sem var í maganum á mér þegar ég tók fyrstu kynninguna á fyrstu sýningunni var svakalegur. Undir lokinn gerði ég þetta eins og að drekka vatn.
Ég sagði samt aldrei mömmu og pabba frá þessu verkefni. Vissi að þau myndu bara taka upp á einhverri vitleysu – eins og að mæta og horfa á mig, sem myndi taka mig á taugum. Það liðu mörg ár þangað til að ég sagði þeim frá þessu.
Og ég missti af því að sjá Brian Stein skora sigurmarkið í beinni útsendingu…
Vill til að ég á spóluna…