60 daga reglan

Á dag lærði ég um 60 daga regluna.

Fór í­ Heiðrúnu að kaupa bjór. Stoppaði í­ leiðinni í­ sérvörudeildinni og spurði starfsmann út í­ Ardbeg-viskýið sem kom í­ hillurnar í­ fáeinar vikur og hvarf.

Starfsmaðurinn mundi eftir Ardbeg og að það væri gott viský. Hann lagðist strax í­ hringingar.

Á ljós kom að Ardbeg hafði rokselst um leið og það kom í­ verslanir. Raunar hafði lagerinn klárast á fáeinum dögum.

Þegar það gerist tekur gildi sérstök regla um vörur í­ prufusölu. Birginn hefur þá 60 daga til að tryggja nýja sendingu. Takist það ekki, er varan tekin af söluskrá.

Á tilfelli Ardbeg var það sem sagt ÖLGERíIN EGILL SKALLAGRíMSSON sem hafði umboðið en tókst ekki að fylla á hillurnar á tveimur mánuðum.

Skömm þeirra verður lengi uppi!

Ölgerðin á að heita umboðsaðili fyrir Ardbeg er virðist ekki starfi sí­nu vaxin. Það harma allir góðir menn.

# # # # # # # # # # # # #

Um þessa helgi eru tuttugu ár liðin frá því­ að Luton vann stærsta sigur sinn á knattspyrnuvellinum. Ógleymanlegan sigur á Arsenal í­ deildarbikarnum á Wembley.

Ég sá úrslitin bara í­ upptöku. ístæðan var sú að þessa helgi var vorhátí­ð í­ Melaskóla. Hún fór þannig fram að sama skemmtunin var keyrð 4-5 sinnum fyrir framan nemendur og foreldra. Ingi skólastjóri fékk mig til að vera kynni – og þramma fram á sviðið og segja gestum hvað væri næst á dagskrá.

Þetta er besta ræðunámskeið sem ég hef lent í­ á ævinni. Hnúturinn sem var í­ maganum á mér þegar ég tók fyrstu kynninguna á fyrstu sýningunni var svakalegur. Undir lokinn gerði ég þetta eins og að drekka vatn.

Ég sagði samt aldrei mömmu og pabba frá þessu verkefni. Vissi að þau myndu bara taka upp á einhverri vitleysu – eins og að mæta og horfa á mig, sem myndi taka mig á taugum. Það liðu mörg ár þangað til að ég sagði þeim frá þessu.

Og ég missti af því­ að sjá Brian Stein skora sigurmarkið í­ beinni útsendingu…

Vill til að ég á spóluna…

Join the Conversation

No comments

 1. Skömm þeirra? Ölgerðarinnar?

  Nei hættu nú alveg!

  60 daga regla? Ég get rétt í­myndað mér Súkkulaðiverslun rí­kisins að hætta að selja Cote’dor súkkulaði vegna þess að fyrsta sendingin kláraðist og ekki náðist að panta nýtt. Út af söluskrá med det samme!

  Það er gott og blessað að treysta ekki markaðsöflunum fyrir áfengi, en almáttugur … 60 daga regla?

  Ég harma Ví­nbúðirnar.

 2. Á mí­nu heimili eru þessir viðskiptahættir kenndir við Kaupfélagið, „það þýðir ekkert að panta þetta aftur, það selst allt strax“.

 3. Þetta umboðskerfi er svo úrelt. Ölgerðinn tam lék þann leik í­ mörg ár að pannta of lí­tið að Tuborg jólabjór, því­ þeir vildu prómóta sinn eigin jólabjór.

  Bara gefa innflutning og sölu á þessum vörum frjálst. þá fá þeir viðskiptin sem veita þjónustuna.

 4. Sæll Stefán. Það er flaska af Ardbeg í­ skápnum hjá mér ég skal með glöðu geði bjóða með mér ef þú átt leið í­ Skagafjörð á næstunni.

 5. Ég var einmitt að stinga upp á að við biðum okkur í­ kaffi á Krókinn – en fékk fremur dræmar undirtektir. Hann hefur lí­klega ekki verið búinn að sjá að það er Ardbeg í­ boði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *