Annan hvern mánudag fjalla ég um fræga vísindamenn úr sögunni í þættinum vítt og breitt á Rás 1. Á morgun verður tekið smáhliðarskref. Umfjöllunarefnið verður Victor Frankenstein – sem er oft ranglega kallaðurDr. Frankenstein eða jafnvel ruglað saman við sköpunarverk sitt.
Mary Shelley var átján ára gömul þegar hún skrifaði verkið (nítján ára þegar það kom út). Ætli það sé hægt að finna önnur dæmi í bókmenntasögunni um jafnáhrifamikil verk eftir táning? Það efast ég um.