Frankenstein

Annan hvern mánudag fjalla ég um fræga ví­sindamenn úr sögunni í­ þættinum ví­tt og breitt á Rás 1. Á morgun verður tekið smáhliðarskref. Umfjöllunarefnið verður Victor Frankenstein – sem er oft ranglega kallaðurDr. Frankenstein eða jafnvel ruglað saman við sköpunarverk sitt.

Mary Shelley var átján ára gömul þegar hún skrifaði verkið (ní­tján ára þegar það kom út). Ætli það sé hægt að finna önnur dæmi í­ bókmenntasögunni um jafnáhrifamikil verk eftir táning? Það efast ég um.

Join the Conversation

No comments

 1. Það er í­ takt við mjög gamla hefð að rugla saman Frankenstein og skrýmslinu, á undan honum voru það einkum galdramenn sem sendu á fólk mörur, fylgjur, kveldriður, tröll, tilbera, og var þá iðulega deilt um hvort lí­ta átti á þær sendingar sem sjálfstæðar verur eða hluta af galdramanninum (tröllinu, þeir voru lí­ka kallaðir tröll) sem sendi þær.

  Datt bara í­ hug að nefna þetta, til að halda uppi standardinum á athugasemdunum við þessa sí­ðu.

 2. Jamm – en ruglingurinn Frankenstein/skrí­mslið var fyrst verulega útbreiddur í­ kjölfar kvikmynda á þriðja áratugnum – þar sem bí­ómyndaframleiðendur kölluðu skrí­mslið þessu nafni, sbr. The Bride of Frankenstein (sem var vitaskuld brúður skrí­mslsins.

 3. Það er einmitt deilt um hvort Percy Shelley og Lord Byron hafi hjálpað pí­nupons við sköpun sögunnar, þar sem þau þrjú hafi verið á ópí­umfyllerí­i heima hjá Byron og hugmyndin að sögunni kviknaði.

  En það er frekar karlrembuleg sýn, og því­ vil ég trúa að hin 18 ára Mary hafi upp á sitt einsdæmi skrifað þessa stórkostlegu sögu – sem gerir söguna enn áhugaverðari.

  Hlakka til að heyra umfjöllunina!

 4. Mary Shelley byrjaði vissulega að skrifa söguna sumarið 1816, skömmu fyrir 19 ára afmælið sitt (30. ágúst) en hún lauk henni ekki fyrr en nærri ári sí­ðar og bókin var ekki gefin út fyrr en 1. janúar 1818; þá var Mary tví­tug.

 5. Ég hef aldrei keypt þá kenningu að Hr. Shelley – sem var að skrifa verk sitt um Prómeþeif leystan, hafi getað átt mikið í­ Frankenstein sem snýr verki hans að miklu leyti á haus.

  Frankenstein er allt öðru ví­si verk en nokkuð það sem Hr. Shelley skrifaði. Og varðandi Byron – þá reyndu útgefendur alltaf að koma slí­kum sögum af stað til að bústa sölu.

 6. Já, ég kaupi hana ekki eiginlega ekki heldur. Bara gaman að velta vöngum yfir því­. En það er merkilegt að lí­ta til þess að upprunalegi titill bókar Mary var „Frankenstein, or The Modern Prometheus“. Kannski þar séu einhver tengsl við Percy (eða hugsanlega aðild).

  Eða þá að Mary og Percy hafi verið að skrifa á móti hvort öðru, samanber það sem Elí­as kemur inn á hér að ofan.

 7. Ef Percy Byshe skrifaði Frankenstein, hver samdi þá verkin sem voru eignuð honum? :->

  Ef vel er að gáð sést að skrí­mslið er byggt á honum (og Frankenstein lí­ka, samt ekki á jafn augljósan hátt), en á þann hátt að það er honum frekar til vansa en hitt.

 8. Do you have a spam problem on this blog; I also use Blog Engine, and I was wondering about your situation; we have developed some excellent practices and we would like to exchange thoughts with others, please Email me if interested. That’s a simple fact, and it’s one that you’re best understanding right off the bat.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *