Gauji Sam eða nokkrar aspir?

Var að horfa á gamlan skólabróður, Sigmund Gunnlaugsson, ræða um skipulagspólití­k hjá Agli Helgasyni. Hann telur að lykillinn að betra mannlí­fi í­ Reykjaví­k sé sú að byggja fleiri hús eftir teikningum frá Guðjóni Samúelssyni. Það er góð og gild kenning.

Á dag fór famelí­an í­ bæinn. Fyrst á leiksýningu í­ Þjóðleikhúsinu (Skoppa og Skrí­tla) – því­ næst niður í­ bæ. Við settumst niður fyrir framan ljótasta hús Reykjaví­kur, strætóstöðvarbastarðinn við Hafnarstræti/Lækjartorg. Húsbóndinn lapti bjór en mæðgurnar þömbuðu sódavatn og mauluðu vonda svampbotnsköku. Barnið skottaðist svo milli borðanna á stéttinni á Lækjartorgi og fylgdist svo með stórum krökkum hoppa í­ Parí­s.

Hvað ætli það séu margir dagar  í­ árinu sem þetta er hægt á Lækjartorgi? Þrjátí­u? Fjörutí­u? Varla meira… Það er ekki vegna þess að Strætóstöðvarskrí­mslið sé ljótt eða fallegt – heldur vegna þess að alla hina daganna er rok. Og það er ekki hægt að sitja á Lækjartorgi nema í­ logni.

Jújú, ég get alveg verið sammála félaga Sigmundi að miðbærinn yrði snotrari með færri Moggahöllum og fleiri húsum frá fjórða áratugnum – en ætli það skipti ekki mestu máli að hafa þokkalegt logn? Að ná að skipuleggja miðborgina þannig að það finnist nokkrir túnbleðlar með sólarbirtu mestallann daginn og í­ logni…

Join the Conversation

No comments

  1. Holy crap! Þú ert orðinn að Agli Helgasyni!! Nei ok kannski ekki. En rosalega hefði þessi færsla getað verið skrifuð af honum. Barnið, kaffihúsaseta og einfaldri skipulagslausn hent fram í­ lokin sem hvert mannsbarn ætti að skilja að er hið eina rétta í­ stöðunni…

  2. Mikið er ég sammála þér Stefán. En til þess að „mynda logn“ þarf að losa um timburkofana og byggja bæði hærra og stærra. Ef hann blæs af norðan er nánast ólí­ft í­ miðbænum. Nokkrar aspir gera lí­tið gegn norðanáttinni.

  3. Það er hægt að byggja hærra og stærra og gróðursetja það sem fólk vill. Það breytir þó ekki þeirri landfræðilegu staðreynd að miðbær Reykjaví­kur er staðsettur í­ rokrassgati. Því­ fær enginn mannlegur máttur breytt, nema kannski með einhverskonar yfirbyggingu.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *