Grikklandsárið

Jahá, það er bara að verða liðin fjögur ár frá sí­ðasta Evrópumóti í­ fótbolta. Þá átti ég í­ standandi vandræðum með að velja mér lið – fór svo í­ ferðalag til Skotlands dagana á undan og spáði eiginlega ekkert í­ þessu meir. Við vorum stödd í­ Glasgow daginn sem opnunarleikurinn fór fram. Steinunn var þreytt og lagði sig á hótelinu meðan ég rölti á næsta pöbb.

Þegar svona tí­u mí­nútur voru liðnar af þessum fyrsta leik, milli Portúgala og Grikkja, sá ég að ekki mátti bí­ða lengur með ákvörðunina. Ég valdi Grikki og fylgdi þeim til loka.

Mí­nir menn brugðust mér ekki 2004 og ekki ætla ég að sví­kja þá núna. Grikkland mun koma öllum á óvart og verja titilinn! Sá hlær best sem sí­ðast hlær.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir viku sleit einn í­ þriðjudagsboltanum hásin. Að þessu sinni fóru tveir á slysó til að láta sauma skurði eftir að hafa skallað hraustlega saman hausunum. Miðaldrabolti er háskaleg í­þrótt.

# # # # # # # # # # # # #

Sjónvarpið bjó til mikla frétt úr því­ í­ kvöld að Jón Sigurðsson hefði skrifað grein um ESB. Er til áhrifaminni stjórnmálamaður en Jón Sigurðsson?

Ég býst fastlega við því­ að fyrsta frétt á morgun verði hvað ísgeir Hannes Eirí­kissyni finnist um málið.

# # # # # # # # # # # # #

Verð í­ útvarpinu kl. 8:15 á morgun að tala um Fram í­ tengslum við 100 ára afmælið. Svo er veisla annað kvöld. Vonandi fáum við flottari afmælisgjafir en á fimmtí­u ára afmælinu…

# # # # # # # # # # # # #

Andinn í­ glasinu er Bruichladdich 7 ára, sem hefur undirtitilinn „Waves“. Þetta er eitt besta stöffið í­ Rí­kinu um þessar mundir (amk. Kringlan og Heiðrún). Skyldukaup fyrir þá sem eru hrifnir af Islay-viskýi.