Nú hef ég rekið augun í það allnokkrum sinnum að forráðamenn nemendafélaganna í MR staðhæfa að sigur skólans í Gettu betur, Morfís og á MR-VÁ daginn sé einstakt afrek. Eftir því sem ég kemst næst gerðist þetta hins vegar líka árið 1988. Þetta er vissulega vel af sér vikið – en óþarfi að stæra sig …
Monthly Archives: apríl 2008
Á hvaða fundi var konan?
Á kvöld var frekar brúnaþungur utanríkisráðherra í Kastljósi að svara spurningum Helga Seljan. Hann spurði hana í hálfgerðu framhjáhlaupi út í NATO-fundinn í Búkarest og samþykktir hans – þar á meðal hvort það samrýmdist hugmyndinni um friðelskandi landið Ísland að ýta undir vígvæðingu og vopnakapphlaup. Þá fór utanríkisráðherra að flissa og spurði hvaða vitleysa þetta …
Bob Barr
Hah! Muna menn ekki eftir Bob Barr – Repúblikananum sem reyndi hvað mest að hrekja Clinton úr embætti með endalausum lagaklækjum og þingyfirheyrslum. Hann er snúinn aftur og hefur samþykkt að falast eftir útnefningu Frjálshyggjuflokksins sem forsetaefni. Margir voru að gæla við að Ron Paul tæki þetta hlutverk að sér og Bob Barr er enginn …
Af hverju að skammast í Gore?
Það er vinsælt um þessar mundir að hjóla í Al Gore og „rétttrúnaðinn“ í tengslum við kenningarnar um hlýnun Jarðar. Af þeirri umræðu mætti ætla að við værum Bandaríkjamenn en ekki Evrópubúar. Nú er það vissulega staðreynd að Al Gore gerði heimildarmynd sem hafði mikil áhrif í Bandaríkjunum og sem varð til að sannfæra margt …
Hvað ætli sé metið?
Ég er að spekúlera – hvað ætli sé metið hjá krötum í að láta ráða sig í mörg störf út á flokksskírteinið á einu ári? …og hvað er Guðmundur Steingrímsson mörgum ráðningum frá því að slá það?
Ólympíueldurinn og friðardúfurnar
Franska löggan slökkti víst Ólympíueldinn. Ætli það þurfi þá að fara aftur til Grikklands að kveikja í kyndlinum? Þetta er líklega næstvandræðalegasta uppákoman í sögu þessarar hefðar með ÓL-eldinn. Pínlegra var það árið sem búið var að sleppa fjöldanum öllum af hvítum friðardúfum áður en kom að því að tendra eldinn í stóru keri á …
Undur tækninnar
Nú á ég einhvers staðar í fórum mínum skjal frá Edinborgarháskóla þess efnis að ég sé meistari í vísinda- og tæknifræðum. Það breytir því ekki að ég get ekki útskýrt eina af helstu ráðgátum nútíma tæknikerfa: hvernig stendur á því að tæki sem var bilað, hættir að vera bilað um leið og maður er búinn …
Baráttumál?
Á dag fór famelían af Mánagötu í Borgarnes. Amma býr á öldrunarheimilinu þar og hefur gert síðasta tæpa árið. Mamma fór með okkur – en hún er búin að vera á þönum þarna á milli frá því að gamla konan fór upp eftir. íður en til þess kom voru mamma og pabbi í raun búin …
Tilvísunin
Hér er gömul grein um kaldhæðni úr The Guardian, ekkert sérstök svo sem. Fyrsta neðanmálsgreinin er samt fyndin.
Per Albin
Ég man eftir því þegar kratar gerðu talsvert úr því að jafnaðarmaðurinn Per Albin, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafi dáið í sporvagni. Það þóttu meðmæli með því samfélagi sem hann byggði upp. Á dag væri líklega sagt að Per Albin hafi hvorki kunnað að reikna – né nennt að vera í vinnunni.