Samkvæmt fréttum á að leggja frumvarp fyrir Alþingi um að forsvarsmönnum trúfélaga verði heimilað að staðfesta samvist fólks af sama kyni. Þetta er réttlætismál, enda hefur t.d. lengi verið bent á óréttlæti þess að við í ísatrúarfélaginu – sem viljum endilega fá að gifta samkynhneigða – fáum ekki að taka ákvörðun um slíkt, bara vegna …
Monthly Archives: apríl 2008
Jútúberaður formaður
Það er athyglisvert að sjá Steingrím Joð byrja að feta sig áfram á Youtube. Reyndar er ég alveg hissa að enginn annar íslenskur stjórnmálamaður hafi byrjað á þessu löngu fyrr. Þetta fyrsta innslag lofar góðu – þótt auðvitað eigi þetta eftir að slípast til í framtíðinni, geri ég ráð fyrir. Ég myndi t.d. mæla með …
19. aldar götumyndin
Anna Kristjánsdóttir, góð kunningjakona mín og vinnufélagi í Orkuveitunni, lætur vaðalinn um „19.aldar götumynd“ miðbæjarins fara í taugarnar á sér í nýjustu færslu. Ég get verið sammála þessu. Nú er ég almennt séð hlynntur verndun gamalla húsa. Það er þó ekki algilt, því gömul hús hafa ýmsa galla, t.d. eru þau illfær fötluðu fólki. Ég …
Landið eitt tímabelti?
Er að lesa Tímaritavefinn. Nýjustu blöðin þar inni eru Vísir frá þriðja áratugnum. Hér er mögnuð frétt undir yfirskriftinni „Klukkumálið“, frá því í júní 1920 – sem segir ótrúlega mikla sögu. Þarna eru fulltrúar í bæjarstjórn Reykjavíkur foxillir yfir að þingið hafi ákveðið að taka upp sumartíma. Þeir gera þá kröfu að fallið verði frá …
Bók blekkinganna
Á tilefni dagsins er víst viðeigandi að ég gefi frá mér hugmynd sem dugmeiri lesandi þessarar síðu en ég getur framkvæmt. Fyrir margt löngu datt mér í hug að sniðugt gæti verið að skrifa bók um sögu aprílgabbsins á Íslandi – sagnfræðilega rannsókn. Við fyrstu sýn kann þetta efni að virðast heldur grunnrist, en svo …