Fyrst heimilar sjávarútvegsráðherra hrefnuveiðar – í kjölfarið ríður yfir jarðskjálfti. Tilviljun eða slæmt karma? Hvað myndi Sharon Stone segja?
Monthly Archives: maí 2008
Nóg að gera á morgun
Fyrst þetta… …og svo þetta.
Pólitískar hleranir
Á framhaldi af umræðunni hér fyrir neðan um hleranamálið: Grein Kjartans Ólafssonar um símahleranirnar er merkileg. Hún er þó vel að merkja ekki tæmandi úttekt, þar sem hér er bara um að ræða þær hleranir sem heimilaðar voru af héraðsdómi Reykjavíkur. Allar hleranir í öðrum sveitarfélögum eru því fyrir utan þetta. Einhver góður maður mætti …
Söguleg afstæðishyggja
Það er í tísku um þessar mundir að tala illa um menningarlega afstæðishyggju. Að sumra viti jafngildir menningarleg afstæðishyggja nefnilega því að menn leggi blessun sína yfir hvers kyns voðaverk manna úr öðrum samfélögum. Merkilegt nokk virðast hins vegar sumir þeirra sem tala á þessum nótum vera innblásnir af sögulegri afstæðishyggju. Er þá helst á …
Harðfiskur
Fyrr í vikunni keypti ég mér harðfiskspoka. Fínn harðfiskur, ýsa – ágætlega sölt og þurr. Hef verið að gæða mér á þessu síðan, meðal annars við tölvuna í gærkvöldi. Á morgun, þegar komið var fram í eldhús, sá ég ekki harðfiskspokann og fór aðeins að svipast um. Datt helst í hug að ég hefði í …
Besta greiningin á Júróvisíon
Auðvitað mátti treysta á Spiked til að koma með bestu greininguna á Júróvisíón og „austantjaldssamsærinu“ mikla! Many commentators seem to believe that Eastern Europeans are inferior to we civilised, stable and wealthy Westerners. At a time when Eurovision could be a symbol of international harmony – bleached white teeth, dodgy lyrics, cheesy dance routines et …
Walesverjar
Nú er ljóst að ég mæti á leik Íslands og Wales annað kvöld. Það eru ár og dagur síðan ég mætti síðast á vináttulandsleik með íslenska landsliðinu. Wales er land sem hefur alltaf verið í smáuppáhaldi – þó ekki sé nema vegna þess hvað dreka-fáninn þeirra er flottur. Ég held með Wales í rugby.
Kristilega arfleiðin
Jæja, nýju grunnskólalögin gera víst ekki sérstaklega ráð fyrir að hinni heiðnu arfleið íslenskrar menningar verði sinnt í skólakerfinu. Það er ergilegt fyrir okkur heiðingjanna – en mun jafnframt skapa einhverjum sagnfræðingum vinnu við að skera úr um hvaða hlutir menningararfleiðarinnar teljist kristnir og hverjir séu heiðnir og eigi því að sópast undir teppið. Sömuleiðis …
Boltasumarið
Fótboltinn fer vel af stað hjá okkur Frömurum. Fjórir leikir búnir, veðrið búið að vera ákjósanlegt og þrír sigrar litið dagsins ljós. Leikurinn gegn Þrótti í gær var reyndar hroðalegur af okkar hálfu og raunar óskiljanlegt að okkur hafi tekist að vinna. Ég skil vel að Þróttarar séu sárir. Guðjón Þórðarson gerir harða atlögu að …
Magnað
Á gær luku Íslendingar keppni í Evróvisíon með 64 stig. 37 þessara stiga – eða rúmlega 57% – komu frá hinum Norðurlöndunum fjórum. Það er svívirðilega hátt hlutfall. Þau 43% sem útaf standa komu frá hinum 37 löndunum… Og samt tekst fólki að komast að þeirri niðurstöðu að við séum FÓRNARLÖMB þeirrar tilhneigingar að lönd …